Fleiri fréttir

Moldóvar kusu Rússland fram yfir ESB

Sósíalistinn Igor Dodon, sem er hlynntur nánari tengslum landsins við Rússland, hlaut 48,5 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna.

Sakar forstjóra FBI um lögbrot

Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda.

Erdogan herðir tökin í Tyrklandi

Yfirvöld í Tyrklandi halda áfram að þrengja að tjáningarfrelsinu í landinu og reka ríkisstarfsmenn sem sakaðir eru um tengls við stjórnarandstöðu klerkinn Fethullah Gulen. Fimmtán fréttastofum var lokað þar í morgun og ritstjóri stjórnarandstöðublaðsins Cumhuriet var hnepptur í varðhald.

Áratuga reynsla fallin af þingi

Samanlagður þingaldur þeirra níu einstaklinga sem féllu af þingi í kosningum helgarinnar eru tæpir átta áratugir. Össur Skarphéðinsson hafði setið á þingi í 25 ár. Sigríður Ingibjörg segir að nú taki við nýr kafli.

Yngsta þing frá því fyrir stríð

Meðalaldur nýkjörinna þingmanna er 46,8 ár. Það er yngsta Alþingi á lýðveldistíma. Leita þarf aftur til kosninganna 1934 til að finna yngra þing.

Hvaða málamiðlanir geta flokkarnir gert?

Þrettán þriggja flokka ríkisstjórnir eru mögulegar eftir niðurstöðu kosninganna. Allir flokkar þyrftu að gera þó nokkrar málamiðlanir til að ná saman.

Handtekinn eftir bílveltu á Vatnsendavegi

Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um bílveltu á Vatnsendavegi, eða svokallaðri Flóttamannaleið.

Ræddu saman í síma í gær

Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag.

Sigmundur Davíð: Hefði farið með flokkinn í 19%

"Það er ekki hægt að gera annað en að viðurkenna að þetta er ekki góð niðurstaða. En þetta kemur kannski ekki á öllu leyti að óvart eftir það sem á undan er gengið," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Oddný ætlar ekki að segja af sér formennsku

Samfylkingin er minnsti flokkurinn á Alþingi eftir kosningarnar. Oddný Harðardóttir segir enga kröfu hafa komið fram um afsögn sína. Borgarstjórnarflokkurinn kom saman eftir að flokkurinn missti alla þingmenn í Reykjavík.

Flokkur fólksins kemst á fjárlög

Flokkur fólksins er eini flokkurinn sem ekki náði manni inn á þing í nýafstöðnum kosningum sem hefur náð lágmarki til að eiga rétt til framlaga úr ríkissjóði.

Hvorki kollsteypur né óbreytt ástand

Hógværar kerfisbreytingar og varkár efnahagsstjórn virðast vera skilaboð kjósenda eftir kosningarnar á laugardag. Stjórnmálaskýrendur segja að óbreytt ástand komi ekki til greina frekar en kollsteypur. Lykilstaða Viðreisnar í stjórnarmyn

Erfið og flókin stjórnarmyndun framundan

Forsætisráðherra mætti á Bessastaði í dag til að biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Hann telur Sjálfstæðisflokkinn sigurvegara kosninganna og eðlilegast sé að formaður þess flokks fái umboð til stjórnarmyndunar. Forseti Íslands ætlar að funda með formönnum flokkanna á morgun og næstu daga.

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Allt um kosningarnar

Ítarlega verður fjallað um kosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Rætt verður við leiðtoga stjórnmálaflokkanna og sérfræðingar spá í spilin, svo fátt eitt sé nefnt.

Lögregla varar við óveðri á Suðurlandi

Vegfarendur sem hyggjast aka hjá Lóni, austan Hornafjarðar, ættu að vara sig en þar er mjög hvasst sem stendur og hætta á að bifreiðar fjúki út af veginum í hviðum.

Sjá næstu 50 fréttir