Fleiri fréttir

Kynna jafnvel fjárlög fyrir kosningar

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í Valhöll í gær í framhaldi af nýju stjórnarsamstarfi þar sem farið var yfir aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar og framhaldið rætt. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur koma til álita að kynna frumvarp til fjárlaga í haust og ganga síðan til kosninga.

Vilja skógrækt á Grundartanga

Stjórn Faxaflóahafna segist reiðbúinn í samstarf við ELKEM Ísland ehf. og Silicor Materials um þá hugmynd "að ráðist verði í verulega skógrækt á Grundartanga“, segir í fundargerð stjórnarinnar.

Samherji byggir upp á Dalvík

Samherji áformar að reisa nýtt hátæknifrystihús á Dalvík á komandi misserum og með því styrkja ennfremur landvinnslu sína í sveitarfélaginu.

Töluvert skattahagræði

Fléttan sem bankar buðu einstaklingum með stofnun aflandsfélaga er flókin. Fyrrverandi starfsmenn Landsbankans í Lúxemborg segja ekkert óeðlilegt við viðskiptin og fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins sagði þau í takt við tímann.

Hittu á lofandi heitavatnsæðar

Við rannsóknarboranir við Hoffell í Hornafirði fundust heitar vatnsæðar á miklu dýpi. Ekki útilokað að 25 ára leit skili nægu vatni fyrir hitaveitu á Höfn. Bæjarstjórinn segir ávinninginn augljósan ef allt gengur upp.

Ekki tímabært að ákveða kjördag

Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára.

Efast um að húsnæðismálin verði kláruð fyrir kosningar

Félags - og húsnæðismálaráðherra segist vongóð um að húsnæðisfrumvörp hennar nái í gegnum þingið áður en kosið verður í haust. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga efast aftur á móti um að það takist í tæka tíð.

"Ég var bara með svo fjandi mikla túrverki!“

Átján ára stúlka vill opna umræðuna um sjúkdóminn legslímuflakk sem hún segir stjórna lífi sínu. Fjöldi kvenna á öllum aldri þjáist vegna þessa sjúkdóms en samtök um sjúkdóminn fögnuðu tíu ára afmæli í dag.

Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi

Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir