Angelo ákærður fyrir innflutninginn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. apríl 2016 13:33 Angelo er greindarskertur og hefur mál hans því vakið nokkra athygli, en hann var í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. vísir/ernir Hollendingurinn Angelo Uyleman hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa á síðasta ári staðið að innflutningi á fíkniefnum hingað til lands ásamt þremur öðrum karlmönnum. Fjórmenningarnir gætu átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi. Angelo er greindarskertur og hefur mál hans því vakið nokkra athygli. Hann sat í einangrun á Litla-Hrauni í átta vikur en sú vist var harðlega gagnrýnd vegna andlegrar fötlunar hans. Þá hafði fjölskylda hans ekki verið látin vita af handtökunni fyrst um sinn og lét móðir hans því lýsa eftir honum á netinu. Angelo var handtekinn ásamt öðrum manni sem einnig er hollenskur ríkisborgari. Sá er ákærður fyrir að hafa undirbúið og aðstoðað Angelo við innflutninginn. Hinir tveir ákærðu eru Íslendingar en þeir eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um innflutning og fjármagnað að hluta kaup fíkniefnanna. Um er að ræða tæplega 20 kíló af amfetamíni og um 2,6 kíló af kókaíni sem flutt voru hingað til lands með Norrænu. Angelo er sagður hafa flutt fíkniefnin til Íslands frá Hollandi en þau voru falin í sérútbúnum geymsluhólfum undir framsætum og í miðjustokk bifreiðar sem hann ók til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu. Sjá má atburðarásina, eins og henni er lýst í ákæru, hér fyrir neðan.Þriðjudagurinn 22. september: Angelo kemur til Íslands frá Danmörku með Norrænu. Hann keyrir frá Seyðisfirði til Hafnar í Hornafirði.Miðvikudagurinn 23. september: Angelo ekur bifreiðinni frá Höfn í Hornafirði til höfuðborgarsvæðisinsFimmtudagurinn 24. september: Angelo keyrir til Keflavíkur og að morgni næsta dags leggur hann bílnum í skammtímastæði við Keflavíkurflugvöll og heldur af landi brott.Mánudagurinn 28. september: Angelo kemur aftur til Íslands með flugi frá Amsterdam. Hann keyrir bílnum að bænum Stóra Knarrarnesi þar sem fyrirhugað var að fjarlægja fíkniefnin úr bifreiðinni. Þar eru Angelo og samlandi hans handteknir. Fíkniefnin fundust síðar við leit.Mánudagurinn 28. september: Annar Íslendingurinn er handtekinn skammt frá Stóra Knarrarnesi. Fyrirhugað var að hann tæki við fíkniefnunum. Samlandi Angelo er sem fyrr segir ákærður fyrir að hafa undirbúið innflutninginn og aðstoðað Angelo fyrir báðar ferðirnar til Íslands í september í fyrra. Í ákærunni segir að hann hafi séð um að bóka gistingu að bænum Stóra Knarrarnesi og að þeir tveir hefðu mælt sér mót þar í þeim tilgangi að fjarlægja fíkniefnin úr bifreiðinni. Hafi hann svo ætlað að koma fíkniefnunum áleiðis til annars Íslendingsins svo hægt yrði að koma þeim í söludreifingu. Þá eru Íslendingarnir tveir ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutning og fjármagnað að hluta kaup á fyrrgreindum fíkniefnum og kostnað við innflutning þeirra. Í ákærunni segir að kaupin hafi verið fjármögnuð með greiðslum þeirra inn á þrjátíu i-kort, rúmlega níu milljónum króna. Annar Íslendingurinn var handtekinn sama dag og Hollendingarnir, en þá var hann staddur skammt frá Stóra-Knarrarnesi. Fyrirhugað var að hann tæki við fíkniefnunum við Bláa lónið í Grindavík, að því er segir í ákærunni. Ákæra var gefin út í vikunni og Hæstiréttur úrskurðaði á fimmtudag að Angelo skuli sæta farbanni þar til dómur fellur í málinu. Tengdar fréttir Eignaðist svo góða vini á Kvíabryggju Angelo Uijleman hélt hann væri að fara í fría ævintýraferð til Íslands en var handtekinn fyrir grun um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli. Hann talar um þungbæra einangrun á Litla-Hrauni, bankamennina á Kvíabryggju og einmanaleg jól án fjölskyldunnar. 24. desember 2015 07:00 Norrænusmygl: Fjórmenningarnir áfram í farbanni Búið er framlengja farbann yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að hafa smyglað rúmlega 20 kílóum af fíkniefnum hingað til lands með Norrænu í september á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:42 Greindarskerti Hollendingurinn umkomulaus um jólin Fjórum mönnum sem hafa verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna gruns um fíkniefnasmygl verður sleppt í dag. Lögreglu ekki tekist að ljúka rannsókn. 27 ára greindarskertur Hollendingur líklega settur í farbann í dag en á í engin hús að vernda. 22. desember 2015 06:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Sjá meira
Hollendingurinn Angelo Uyleman hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa á síðasta ári staðið að innflutningi á fíkniefnum hingað til lands ásamt þremur öðrum karlmönnum. Fjórmenningarnir gætu átt yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi. Angelo er greindarskertur og hefur mál hans því vakið nokkra athygli. Hann sat í einangrun á Litla-Hrauni í átta vikur en sú vist var harðlega gagnrýnd vegna andlegrar fötlunar hans. Þá hafði fjölskylda hans ekki verið látin vita af handtökunni fyrst um sinn og lét móðir hans því lýsa eftir honum á netinu. Angelo var handtekinn ásamt öðrum manni sem einnig er hollenskur ríkisborgari. Sá er ákærður fyrir að hafa undirbúið og aðstoðað Angelo við innflutninginn. Hinir tveir ákærðu eru Íslendingar en þeir eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um innflutning og fjármagnað að hluta kaup fíkniefnanna. Um er að ræða tæplega 20 kíló af amfetamíni og um 2,6 kíló af kókaíni sem flutt voru hingað til lands með Norrænu. Angelo er sagður hafa flutt fíkniefnin til Íslands frá Hollandi en þau voru falin í sérútbúnum geymsluhólfum undir framsætum og í miðjustokk bifreiðar sem hann ók til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu. Sjá má atburðarásina, eins og henni er lýst í ákæru, hér fyrir neðan.Þriðjudagurinn 22. september: Angelo kemur til Íslands frá Danmörku með Norrænu. Hann keyrir frá Seyðisfirði til Hafnar í Hornafirði.Miðvikudagurinn 23. september: Angelo ekur bifreiðinni frá Höfn í Hornafirði til höfuðborgarsvæðisinsFimmtudagurinn 24. september: Angelo keyrir til Keflavíkur og að morgni næsta dags leggur hann bílnum í skammtímastæði við Keflavíkurflugvöll og heldur af landi brott.Mánudagurinn 28. september: Angelo kemur aftur til Íslands með flugi frá Amsterdam. Hann keyrir bílnum að bænum Stóra Knarrarnesi þar sem fyrirhugað var að fjarlægja fíkniefnin úr bifreiðinni. Þar eru Angelo og samlandi hans handteknir. Fíkniefnin fundust síðar við leit.Mánudagurinn 28. september: Annar Íslendingurinn er handtekinn skammt frá Stóra Knarrarnesi. Fyrirhugað var að hann tæki við fíkniefnunum. Samlandi Angelo er sem fyrr segir ákærður fyrir að hafa undirbúið innflutninginn og aðstoðað Angelo fyrir báðar ferðirnar til Íslands í september í fyrra. Í ákærunni segir að hann hafi séð um að bóka gistingu að bænum Stóra Knarrarnesi og að þeir tveir hefðu mælt sér mót þar í þeim tilgangi að fjarlægja fíkniefnin úr bifreiðinni. Hafi hann svo ætlað að koma fíkniefnunum áleiðis til annars Íslendingsins svo hægt yrði að koma þeim í söludreifingu. Þá eru Íslendingarnir tveir ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutning og fjármagnað að hluta kaup á fyrrgreindum fíkniefnum og kostnað við innflutning þeirra. Í ákærunni segir að kaupin hafi verið fjármögnuð með greiðslum þeirra inn á þrjátíu i-kort, rúmlega níu milljónum króna. Annar Íslendingurinn var handtekinn sama dag og Hollendingarnir, en þá var hann staddur skammt frá Stóra-Knarrarnesi. Fyrirhugað var að hann tæki við fíkniefnunum við Bláa lónið í Grindavík, að því er segir í ákærunni. Ákæra var gefin út í vikunni og Hæstiréttur úrskurðaði á fimmtudag að Angelo skuli sæta farbanni þar til dómur fellur í málinu.
Tengdar fréttir Eignaðist svo góða vini á Kvíabryggju Angelo Uijleman hélt hann væri að fara í fría ævintýraferð til Íslands en var handtekinn fyrir grun um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli. Hann talar um þungbæra einangrun á Litla-Hrauni, bankamennina á Kvíabryggju og einmanaleg jól án fjölskyldunnar. 24. desember 2015 07:00 Norrænusmygl: Fjórmenningarnir áfram í farbanni Búið er framlengja farbann yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að hafa smyglað rúmlega 20 kílóum af fíkniefnum hingað til lands með Norrænu í september á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:42 Greindarskerti Hollendingurinn umkomulaus um jólin Fjórum mönnum sem hafa verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna gruns um fíkniefnasmygl verður sleppt í dag. Lögreglu ekki tekist að ljúka rannsókn. 27 ára greindarskertur Hollendingur líklega settur í farbann í dag en á í engin hús að vernda. 22. desember 2015 06:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Sjá meira
Eignaðist svo góða vini á Kvíabryggju Angelo Uijleman hélt hann væri að fara í fría ævintýraferð til Íslands en var handtekinn fyrir grun um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli. Hann talar um þungbæra einangrun á Litla-Hrauni, bankamennina á Kvíabryggju og einmanaleg jól án fjölskyldunnar. 24. desember 2015 07:00
Norrænusmygl: Fjórmenningarnir áfram í farbanni Búið er framlengja farbann yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að hafa smyglað rúmlega 20 kílóum af fíkniefnum hingað til lands með Norrænu í september á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:42
Greindarskerti Hollendingurinn umkomulaus um jólin Fjórum mönnum sem hafa verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna gruns um fíkniefnasmygl verður sleppt í dag. Lögreglu ekki tekist að ljúka rannsókn. 27 ára greindarskertur Hollendingur líklega settur í farbann í dag en á í engin hús að vernda. 22. desember 2015 06:00