"Ég var bara með svo fjandi mikla túrverki!“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 9. apríl 2016 19:30 Átján ára stúlka vill opna umræðuna um sjúkdóminn legslímuflakk sem hún segir stjórna lífi sínu. Fjöldi kvenna á öllum aldri þjáist vegna þessa sjúkdóms en samtök um legslímuflakk fögnuðu tíu ára afmæli í dag. Legslímuflakk eða endómetríósa er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Mikill sársauki við og fyrir blæðingar er helsta einkenni sjúkdómsins, auk sársauka við egglos og þvaglos, ógleði, síþreytu og ófrjósemi. Talið er að um tíu prósent kvenna á öllum aldri þjáist af legslímuflakki. Samtök um legslímuflakk fagna tíu ára afmæli í dag af því tilefni sögðu nokkrar konur frá sinni reynslu af sjúkdómnum. Hin átján ára Hafdís Einarsdóttir segir sjúkdóminn að miklu leyti stjórna lífi sínu. „Ég hef misst mjög mikið úr skóla og vinnu. Ég á erfitt með að plana fram í tímann og þarf bara að taka einn dag í einu því þessir verkir koma bara allt í einu. Þeir hafa þannig áhrif að ég þarf alltaf að vera tilbúin,“ segir Hafdís. Hún segir mikla vitundarvaknkngu um sjúkdóminn hafa orðið undanfarin ár og þá sérstaklega með tilkomu samtakanna en vill þó opna umræðuna enn frekar. „Það er ekkert eðlilegt við það að vera með það slæma túrverki að það líði yfir mann, maður kasti upp eða geti ekki farið í vinnuna. Eða þurfi að taka sterk verkjalyf, það þykir víst ekki eðlilegt. Eftir að þessi samtök komu fyrir tíu árum síðan þá fór þessi vitundarvakning í gang og hugarfarið breyttist,“ segir Inga Jóna Óskarsdóttir sem einnig þjáist af legslímuflakki. Hafdís segist tala opinskátt um sjúkdóminn við fólk. „Algjörlega. Ég bara segi við fólkið í skólanum ef það er eitthvað að spyrja mig hvers vegna ég hafi ekki verið í skólanum - já ég var bara með svo fjandi mikla túrverki! Þetta er ekkert feimnismál og á ekki að vera,“ segir hin átján ára gamla Hafdís. Tengdar fréttir Blæðingar var ógeðslegt orð Erna Jónsdóttir gat ekki eignast börn og vissi aldrei af hverju. Á sjötugsaldri las hún grein og í kjölfarið sjúkdómsgreindi hún sjálfa sig. 5. desember 2015 10:00 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira
Átján ára stúlka vill opna umræðuna um sjúkdóminn legslímuflakk sem hún segir stjórna lífi sínu. Fjöldi kvenna á öllum aldri þjáist vegna þessa sjúkdóms en samtök um legslímuflakk fögnuðu tíu ára afmæli í dag. Legslímuflakk eða endómetríósa er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Mikill sársauki við og fyrir blæðingar er helsta einkenni sjúkdómsins, auk sársauka við egglos og þvaglos, ógleði, síþreytu og ófrjósemi. Talið er að um tíu prósent kvenna á öllum aldri þjáist af legslímuflakki. Samtök um legslímuflakk fagna tíu ára afmæli í dag af því tilefni sögðu nokkrar konur frá sinni reynslu af sjúkdómnum. Hin átján ára Hafdís Einarsdóttir segir sjúkdóminn að miklu leyti stjórna lífi sínu. „Ég hef misst mjög mikið úr skóla og vinnu. Ég á erfitt með að plana fram í tímann og þarf bara að taka einn dag í einu því þessir verkir koma bara allt í einu. Þeir hafa þannig áhrif að ég þarf alltaf að vera tilbúin,“ segir Hafdís. Hún segir mikla vitundarvaknkngu um sjúkdóminn hafa orðið undanfarin ár og þá sérstaklega með tilkomu samtakanna en vill þó opna umræðuna enn frekar. „Það er ekkert eðlilegt við það að vera með það slæma túrverki að það líði yfir mann, maður kasti upp eða geti ekki farið í vinnuna. Eða þurfi að taka sterk verkjalyf, það þykir víst ekki eðlilegt. Eftir að þessi samtök komu fyrir tíu árum síðan þá fór þessi vitundarvakning í gang og hugarfarið breyttist,“ segir Inga Jóna Óskarsdóttir sem einnig þjáist af legslímuflakki. Hafdís segist tala opinskátt um sjúkdóminn við fólk. „Algjörlega. Ég bara segi við fólkið í skólanum ef það er eitthvað að spyrja mig hvers vegna ég hafi ekki verið í skólanum - já ég var bara með svo fjandi mikla túrverki! Þetta er ekkert feimnismál og á ekki að vera,“ segir hin átján ára gamla Hafdís.
Tengdar fréttir Blæðingar var ógeðslegt orð Erna Jónsdóttir gat ekki eignast börn og vissi aldrei af hverju. Á sjötugsaldri las hún grein og í kjölfarið sjúkdómsgreindi hún sjálfa sig. 5. desember 2015 10:00 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira
Blæðingar var ógeðslegt orð Erna Jónsdóttir gat ekki eignast börn og vissi aldrei af hverju. Á sjötugsaldri las hún grein og í kjölfarið sjúkdómsgreindi hún sjálfa sig. 5. desember 2015 10:00