Innlent

Átta klukkustunda útkall vegna bílsins sem fór fram af hengju við Jökulfell

Birgir Olgeirsson skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurlandi voru þeir síðustu sem luku störfum vegna þessa útkalls komnir í hús um klukkan fjögur í nótt.
Samkvæmt upplýsingum frá svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurlandi voru þeir síðustu sem luku störfum vegna þessa útkalls komnir í hús um klukkan fjögur í nótt. Vísir
Útkall björgunarsveitarmanna, vegna farþega sem slasaðist þegar bíl var ekið fram af hengju við Jökulfell í gærkvöldi, tók um átta klukkustundir í heildina. Þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki tiltæk þegar útkallið barst klukkan 20 mínútur í níu í gærkvöldi.

Björgunarsveitir frá Hellu og Flúðu brugðust við útkallsbeiðninni og voru þær komnar á vettvang rétt um klukkan ellefu í gærkvöldi ásamt sjúkraflutningamönnum. Heimferðin var þó hægari þar sem sá slasaði var aumur í baki en að lokum tókst að koma honum á Landspítalann í Reykjavík. Meiðsli mannsins er ekki talin alvarleg. Samkvæmt upplýsingum frá svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurlandi voru þeir síðustu sem luku störfum vegna þessa útkalls komnir í hús um klukkan fjögur í nótt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×