Yfir eitt þúsund lentu í umferðarslysum 2015 Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 11. mars 2016 07:00 Sextán manns létust í umferðarslysum í fyrra á móti fjórum árið 2014. Fjöldi alvarlegra slasaðra var 178 í fyrra á móti 177 árið 2014. Lítið slösuðum fjölgar umtalsvert á milli ára eða úr 991 í 1.130 samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra er 24 prósentum yfir markmiðum umferðaröryggisáætlunar stjórnvalda. Samkvæmt henni á hámarksfjöldinn að vera 156. Í fjárlögum þessa árs er ekki gert ráð fyrir neinu fé til forvarna og fræðslu í umferðaröryggismálum.„Innanríkisráðuneytið er á fullu að fá stofnanir til að fjármagna umferðaröryggisáætlunina. Peningarnir munu koma í ár en ekki beint frá Vegagerðinni, heldur eftir fleiri leiðum.“ Vilhjálmur Árnason alþingismaðurVilhjálmur Árnason alþingismaður, sem á sæti í umhverfis- og samgöngunefnd, segir þetta hafa dottið út án skýringa. Vilhjálmur segir upphæðina vegna umferðaröryggisáætlunar hafa losað um 100 milljónir króna á ári. Þeim hefur verið skipt til ýmissa verkefna af ráðstöfunarfé Vegagerðarinnar, þar á meðal til Samgöngustofu. „Það var búið að ákveða að setja þetta sér á fjárlög en af því varð ekki. Innanríkisráðuneytið er á fullu að fá stofnanir til að fjármagna umferðaröryggisáætlunina. Peningarnir munu koma í ár en ekki beint frá Vegagerðinni, heldur eftir fleiri leiðum,“ segir Vilhjálmur. Samgöngustofa hefur frá 2005 fengið 40 til 50 milljónir króna á ári til forvarna og fræðslu nema í fyrra þegar upphæðin var 20 milljónir. „Nú hyggst Samgöngustofa taka 15 til 20 milljónir króna af rekstrarfé til verkefnisins,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningarmálum Samgöngustofu. Vilhjálmur hefur harðlega gagnrýnt ástandið í umferðaröryggismálum. „Þegar bátur sekkur og einn ferst er allt gert til að slíkt komi ekki fyrir aftur. Þetta eru frábær viðbrögð sem við eigum að heimfæra á umferðina. Fyrir utan samfélagslegan missi verður ríkissjóður af 50 milljörðum á ári í beinan og óbeinan kostnað vegna umferðarslysa. Á hverju ári verða 15 þúsund manns fyrir beinum áhrifum þegar nákominn ættingi lendir í umferðarslysi. Þessu þarf að gefa meiri gaum. Okkur á ekki að vera sama.“ Af þeim sem létust í umferðinni í fyrra voru þrír í Reykjavík en þrettán utan þéttbýlis. Tólf voru í fólksbifreið, einn á bifhjóli, einn á reiðhjóli, einn var á dráttarvél og einn var fótgangandi. Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Sextán manns létust í umferðarslysum í fyrra á móti fjórum árið 2014. Fjöldi alvarlegra slasaðra var 178 í fyrra á móti 177 árið 2014. Lítið slösuðum fjölgar umtalsvert á milli ára eða úr 991 í 1.130 samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra er 24 prósentum yfir markmiðum umferðaröryggisáætlunar stjórnvalda. Samkvæmt henni á hámarksfjöldinn að vera 156. Í fjárlögum þessa árs er ekki gert ráð fyrir neinu fé til forvarna og fræðslu í umferðaröryggismálum.„Innanríkisráðuneytið er á fullu að fá stofnanir til að fjármagna umferðaröryggisáætlunina. Peningarnir munu koma í ár en ekki beint frá Vegagerðinni, heldur eftir fleiri leiðum.“ Vilhjálmur Árnason alþingismaðurVilhjálmur Árnason alþingismaður, sem á sæti í umhverfis- og samgöngunefnd, segir þetta hafa dottið út án skýringa. Vilhjálmur segir upphæðina vegna umferðaröryggisáætlunar hafa losað um 100 milljónir króna á ári. Þeim hefur verið skipt til ýmissa verkefna af ráðstöfunarfé Vegagerðarinnar, þar á meðal til Samgöngustofu. „Það var búið að ákveða að setja þetta sér á fjárlög en af því varð ekki. Innanríkisráðuneytið er á fullu að fá stofnanir til að fjármagna umferðaröryggisáætlunina. Peningarnir munu koma í ár en ekki beint frá Vegagerðinni, heldur eftir fleiri leiðum,“ segir Vilhjálmur. Samgöngustofa hefur frá 2005 fengið 40 til 50 milljónir króna á ári til forvarna og fræðslu nema í fyrra þegar upphæðin var 20 milljónir. „Nú hyggst Samgöngustofa taka 15 til 20 milljónir króna af rekstrarfé til verkefnisins,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningarmálum Samgöngustofu. Vilhjálmur hefur harðlega gagnrýnt ástandið í umferðaröryggismálum. „Þegar bátur sekkur og einn ferst er allt gert til að slíkt komi ekki fyrir aftur. Þetta eru frábær viðbrögð sem við eigum að heimfæra á umferðina. Fyrir utan samfélagslegan missi verður ríkissjóður af 50 milljörðum á ári í beinan og óbeinan kostnað vegna umferðarslysa. Á hverju ári verða 15 þúsund manns fyrir beinum áhrifum þegar nákominn ættingi lendir í umferðarslysi. Þessu þarf að gefa meiri gaum. Okkur á ekki að vera sama.“ Af þeim sem létust í umferðinni í fyrra voru þrír í Reykjavík en þrettán utan þéttbýlis. Tólf voru í fólksbifreið, einn á bifhjóli, einn á reiðhjóli, einn var á dráttarvél og einn var fótgangandi.
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira