Yfir eitt þúsund lentu í umferðarslysum 2015 Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 11. mars 2016 07:00 Sextán manns létust í umferðarslysum í fyrra á móti fjórum árið 2014. Fjöldi alvarlegra slasaðra var 178 í fyrra á móti 177 árið 2014. Lítið slösuðum fjölgar umtalsvert á milli ára eða úr 991 í 1.130 samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra er 24 prósentum yfir markmiðum umferðaröryggisáætlunar stjórnvalda. Samkvæmt henni á hámarksfjöldinn að vera 156. Í fjárlögum þessa árs er ekki gert ráð fyrir neinu fé til forvarna og fræðslu í umferðaröryggismálum.„Innanríkisráðuneytið er á fullu að fá stofnanir til að fjármagna umferðaröryggisáætlunina. Peningarnir munu koma í ár en ekki beint frá Vegagerðinni, heldur eftir fleiri leiðum.“ Vilhjálmur Árnason alþingismaðurVilhjálmur Árnason alþingismaður, sem á sæti í umhverfis- og samgöngunefnd, segir þetta hafa dottið út án skýringa. Vilhjálmur segir upphæðina vegna umferðaröryggisáætlunar hafa losað um 100 milljónir króna á ári. Þeim hefur verið skipt til ýmissa verkefna af ráðstöfunarfé Vegagerðarinnar, þar á meðal til Samgöngustofu. „Það var búið að ákveða að setja þetta sér á fjárlög en af því varð ekki. Innanríkisráðuneytið er á fullu að fá stofnanir til að fjármagna umferðaröryggisáætlunina. Peningarnir munu koma í ár en ekki beint frá Vegagerðinni, heldur eftir fleiri leiðum,“ segir Vilhjálmur. Samgöngustofa hefur frá 2005 fengið 40 til 50 milljónir króna á ári til forvarna og fræðslu nema í fyrra þegar upphæðin var 20 milljónir. „Nú hyggst Samgöngustofa taka 15 til 20 milljónir króna af rekstrarfé til verkefnisins,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningarmálum Samgöngustofu. Vilhjálmur hefur harðlega gagnrýnt ástandið í umferðaröryggismálum. „Þegar bátur sekkur og einn ferst er allt gert til að slíkt komi ekki fyrir aftur. Þetta eru frábær viðbrögð sem við eigum að heimfæra á umferðina. Fyrir utan samfélagslegan missi verður ríkissjóður af 50 milljörðum á ári í beinan og óbeinan kostnað vegna umferðarslysa. Á hverju ári verða 15 þúsund manns fyrir beinum áhrifum þegar nákominn ættingi lendir í umferðarslysi. Þessu þarf að gefa meiri gaum. Okkur á ekki að vera sama.“ Af þeim sem létust í umferðinni í fyrra voru þrír í Reykjavík en þrettán utan þéttbýlis. Tólf voru í fólksbifreið, einn á bifhjóli, einn á reiðhjóli, einn var á dráttarvél og einn var fótgangandi. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira
Sextán manns létust í umferðarslysum í fyrra á móti fjórum árið 2014. Fjöldi alvarlegra slasaðra var 178 í fyrra á móti 177 árið 2014. Lítið slösuðum fjölgar umtalsvert á milli ára eða úr 991 í 1.130 samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra er 24 prósentum yfir markmiðum umferðaröryggisáætlunar stjórnvalda. Samkvæmt henni á hámarksfjöldinn að vera 156. Í fjárlögum þessa árs er ekki gert ráð fyrir neinu fé til forvarna og fræðslu í umferðaröryggismálum.„Innanríkisráðuneytið er á fullu að fá stofnanir til að fjármagna umferðaröryggisáætlunina. Peningarnir munu koma í ár en ekki beint frá Vegagerðinni, heldur eftir fleiri leiðum.“ Vilhjálmur Árnason alþingismaðurVilhjálmur Árnason alþingismaður, sem á sæti í umhverfis- og samgöngunefnd, segir þetta hafa dottið út án skýringa. Vilhjálmur segir upphæðina vegna umferðaröryggisáætlunar hafa losað um 100 milljónir króna á ári. Þeim hefur verið skipt til ýmissa verkefna af ráðstöfunarfé Vegagerðarinnar, þar á meðal til Samgöngustofu. „Það var búið að ákveða að setja þetta sér á fjárlög en af því varð ekki. Innanríkisráðuneytið er á fullu að fá stofnanir til að fjármagna umferðaröryggisáætlunina. Peningarnir munu koma í ár en ekki beint frá Vegagerðinni, heldur eftir fleiri leiðum,“ segir Vilhjálmur. Samgöngustofa hefur frá 2005 fengið 40 til 50 milljónir króna á ári til forvarna og fræðslu nema í fyrra þegar upphæðin var 20 milljónir. „Nú hyggst Samgöngustofa taka 15 til 20 milljónir króna af rekstrarfé til verkefnisins,“ segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í kynningarmálum Samgöngustofu. Vilhjálmur hefur harðlega gagnrýnt ástandið í umferðaröryggismálum. „Þegar bátur sekkur og einn ferst er allt gert til að slíkt komi ekki fyrir aftur. Þetta eru frábær viðbrögð sem við eigum að heimfæra á umferðina. Fyrir utan samfélagslegan missi verður ríkissjóður af 50 milljörðum á ári í beinan og óbeinan kostnað vegna umferðarslysa. Á hverju ári verða 15 þúsund manns fyrir beinum áhrifum þegar nákominn ættingi lendir í umferðarslysi. Þessu þarf að gefa meiri gaum. Okkur á ekki að vera sama.“ Af þeim sem létust í umferðinni í fyrra voru þrír í Reykjavík en þrettán utan þéttbýlis. Tólf voru í fólksbifreið, einn á bifhjóli, einn á reiðhjóli, einn var á dráttarvél og einn var fótgangandi.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Sjá meira