Fleiri fréttir

Tímaflakk fari fyrir dómstóla

Deila Vodafone og Símans um tímaflakk á heima fyrir dómstólum en ekki hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Stofnunin telur það ekki vera innan valdsviðs síns að úrskurða um málið og vísaði frá kæru Símans. Deilan snýr einna helst að dreifingu Vodafone á hliðruðu áhorfi á SkjáEinum sem Síminn fékk lögbann á í vikunni.

Ráðuneyti fékk falska ávexti

Sænska stjórnarráðið greiddi fyrir vistvæna ávexti handa forsætisráðherranum og starfsmönnum hans. En ávaxtasalinn afhenti hvorki vistvæna ávexti né það magn sem greitt var fyrir. Hann blekkti einnig fjölda stórfyrirtækja og stofnana, þar á meðal sænsku matvælastofnunina.

Fimm milljónir króna í rannsókn á heilsu fatlaðra

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur veitt fimm milljónir króna til að standa straum af rannsókn á ýmsum þáttum sem varða heilbrigði fatlaðs fólks. Embætti landlæknis ber ábyrgð á framkvæmd rannsóknarinnar. Þetta kemur fram á vef velferðarráðuneytisins.

Ofurlaunahækkanir grafi undan sátt á vinnumarkaði

Formaður VR segir ákvörðun VÍS um að hækka laun stjórnarmanna fyrirtækisins um 75 prósent ganga þvert á þá stefnumörkun sem gerð var með nýjum kjarasamningum. Það geti orðið til þess að samningar opnist í febrúar.

Flott Dodge Star Wars auglýsing

Hver vill ekki stökkva á vagninn með Star Wars við frumsýningu hennar og það hefur einmitt Dodge gert. Nú þegar hafa 430.000 séð þessa auglýsingu Dodge á YouTube og líklega er hún þess verðug.

Hreinsanir hjá SASS

Fjórum var sagt upp hjá SASS. Kaldar kveðjur nú fyrir jólin, segja starfsmenn og eru ósáttir við framkvæmdastjórann Bjarna Guðmundsson.

Gleymdi sér og augnabliki síðar rigndi gleri

"Nálægir vegfarendur geta verið í stórhættu ef eitthvað ber útaf. Hingað til hefur þetta sloppið en stundum hefur munað litlu,“ segir Ómar Smári Ármannsson, yfirmaður á umferðardeild lögreglu.

Hybrid Ford F-150

Kemur ekki á markað fyrr en við lok þessa áratugar.

5 nýir Saab til 2018

Sá fyrsti þeirra verður Saab 9-3 en einnig sportbíll, jeppi, jepplingur og stallbakur.

Stundum barið á kirkjunni

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir kirkjuna sterka í nærsamfélögum en í fjölmiðlum sé rætt um aðra kirkju, þessa sem er stofnun. Hún segir eðlilegt að traust minnki þegar einhver bregst manni.

Hjálparsími hugsanlegt úrræði fyrir mansalsfórnarlömb

„Ein tillagan sem við höfum rætt er að hjálparsími Rauða krossins verði sá staður sem þolendur mansals geti hringt í og meðal annars fengið leiðbeiningar um hvert þeir eigi að leita,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands, sem er í landsnefnd um mannúðarrétt undir forystu utanríkisráðuneytis.

Meðferðarlyf valda vanda á Hrauninu

Lyf gefið í viðhaldsmeðferðum fyrir sprautufíkla er vandamál á Litla-Hrauni. Þeir sem eru háðir þurfa á afeitrun að halda sem ekki er hægt að veita í fangelsinu.

Skordýr í kjötbollum

Eftir 20 ár verður hægt að gæða sér á kjötbollum úr skordýrum, þörungum, afgöngum og grænmeti. Þessu spá starfsmenn Space 10 á vegum IKEA sem spá í framtíðina.

Sjá næstu 50 fréttir