Innlent

Pokasjóður styrkir Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, Anna Pétursdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Bjarni Finnsson formaður stjórnar Pokasjóðs
Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, Anna Pétursdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Bjarni Finnsson formaður stjórnar Pokasjóðs mynd/snorri björnsson
Í vikunni afhenti stjórn Pokasjóðs Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 20 milljónir króna til að deila út til þurfandi fyrir jólin.

Framlagi Pokasjóðs er skipt til helminga milli þessara hjálparstofnana og er í formi gjafakorta sem gilda í matvöruverslunum innan sjóðsins. Inneign á hverju korti er 10.000 kr. Gjafakortin nýtast til kaupa á öllum vörum til jólanna sem fást í verslunum innan Pokasjóðs, en þær eru um 160 talsins um allt land.

Framlag Pokasjóðs var afhent í Grensáskirkju. Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar og Anna Pétursdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur tóku á móti framlaginu úr hendi Bjarna Finnssonar, formanns stjórnar Pokasjóðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×