Menntamálaráðherra dregur RÚV frumvarpið til baka Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2015 18:30 Menntamálaráðherra hefur dregið frumvarp sitt um óbreytt útvarpsgjald til baka í ríkisstjórn en þess í stað fær Ríkisútvarpið 175 milljónir í aukin framlög á fjárlögum. Alþingi lýkur að öllum líkindum störfum fyrir jólaleyfi með atkvæðagreiðslum á morgun, m.a. um nýja ríkisborgara. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun þar sem meðal annars var rætt um frumvarp menntamálaráðherra um að útvarpsgjaldið lækki ekki á næsta ári eins og núgildandi lög gera ráð fyrir heldur verði óbreytt. Hlé var gert á fundinum upp úr klukkan tíu svo ráðherrar gætu tekið þátt í atkvæðagreiðslum á Alþingi og sagði Bjarni Bendiktsson fjármálaráðherra málið verða tekið fyrir að þeim loknum.En hvar hefur hnífurinn staðið í kúnni?Bjarni Benediktssonvísir/gva„Eigum við ekki bara að segja að þessi skoðun á málefnum RÚV, þar á meðal fjárhagsmálefnunum hafi tekið full langan tíma. Það eigi eftir að botna það sem kom út úr skýrslunni. Við ætlum að ræða þetta hér á fundinum á eftir,” sagði Bjarni. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sátu aðeins lengur inni hjá forsætisráðherra áður en þeir hlupu síðan af stað í atkvæðagreiðsluna á Alþingi þar sem Þróunarstofnun var m.a. endanlega lögð niður. Að loknum atkvæðagreiðslum hófst ríkisstjórnarfundur á nýjan leik þar sem dró til tíðinda varðandi frumvarp menntamálaráðherra og voru formaður og varaformaður fjárlaganefndar kallaðir á fund oddvita ríkisstjórnarinnar að loknum fundi. Frumvarp menntamálaráðherra hefur verið til umfjöllunar í ríkisstjórn í um þrjár vikur og eftir alla yfirleguna var ákveðið að hann drægi frumvarpið til baka. Þess í stað verður lögð fram breytingartillaga við fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í fjárlaganefnd síðdegis og segir Illugi að síðan liggja fyrir að gera nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið. „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu,“ sagði Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Framlag ríkisins til RÚV verður í raun hið sama á næsta ári og á árinu sem er að líða, 3,6 milljarðar. „175 milljón króna aukaframlagið er til að styrkja RÚV í að kaupa efni frá sjálfstæðum framleiðendum innanlands,“ segir Illugi en þjónustusamningur verður gerður við RÚV um þetta efni. „Fjármunirnir eru þeir sömu en RÚV stendur auðvitað frammi fyrir ákveðnum rekstrarvanda. Ég er allavega ánægður með að það er loksins komin niðurstaða í þetta mál.“ Tengdar fréttir RÚV frumvarpið á síðasta snúningi í ríkisstjórn Ef Alþingi á að ná að afgreiða frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið þarf ríkisstjórnin að samþykkja það í dag. 18. desember 2015 12:52 Tvísýnt um pólitískt líf Illuga RUV-frumvarp Illuga Gunnarssonar er við að leysast úr læðingi og er nú til kynningar hjá þingflokksformönnum. 18. desember 2015 16:01 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur dregið frumvarp sitt um óbreytt útvarpsgjald til baka í ríkisstjórn en þess í stað fær Ríkisútvarpið 175 milljónir í aukin framlög á fjárlögum. Alþingi lýkur að öllum líkindum störfum fyrir jólaleyfi með atkvæðagreiðslum á morgun, m.a. um nýja ríkisborgara. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun þar sem meðal annars var rætt um frumvarp menntamálaráðherra um að útvarpsgjaldið lækki ekki á næsta ári eins og núgildandi lög gera ráð fyrir heldur verði óbreytt. Hlé var gert á fundinum upp úr klukkan tíu svo ráðherrar gætu tekið þátt í atkvæðagreiðslum á Alþingi og sagði Bjarni Bendiktsson fjármálaráðherra málið verða tekið fyrir að þeim loknum.En hvar hefur hnífurinn staðið í kúnni?Bjarni Benediktssonvísir/gva„Eigum við ekki bara að segja að þessi skoðun á málefnum RÚV, þar á meðal fjárhagsmálefnunum hafi tekið full langan tíma. Það eigi eftir að botna það sem kom út úr skýrslunni. Við ætlum að ræða þetta hér á fundinum á eftir,” sagði Bjarni. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sátu aðeins lengur inni hjá forsætisráðherra áður en þeir hlupu síðan af stað í atkvæðagreiðsluna á Alþingi þar sem Þróunarstofnun var m.a. endanlega lögð niður. Að loknum atkvæðagreiðslum hófst ríkisstjórnarfundur á nýjan leik þar sem dró til tíðinda varðandi frumvarp menntamálaráðherra og voru formaður og varaformaður fjárlaganefndar kallaðir á fund oddvita ríkisstjórnarinnar að loknum fundi. Frumvarp menntamálaráðherra hefur verið til umfjöllunar í ríkisstjórn í um þrjár vikur og eftir alla yfirleguna var ákveðið að hann drægi frumvarpið til baka. Þess í stað verður lögð fram breytingartillaga við fjárlagafrumvarpið sem kynnt var í fjárlaganefnd síðdegis og segir Illugi að síðan liggja fyrir að gera nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið. „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu,“ sagði Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Framlag ríkisins til RÚV verður í raun hið sama á næsta ári og á árinu sem er að líða, 3,6 milljarðar. „175 milljón króna aukaframlagið er til að styrkja RÚV í að kaupa efni frá sjálfstæðum framleiðendum innanlands,“ segir Illugi en þjónustusamningur verður gerður við RÚV um þetta efni. „Fjármunirnir eru þeir sömu en RÚV stendur auðvitað frammi fyrir ákveðnum rekstrarvanda. Ég er allavega ánægður með að það er loksins komin niðurstaða í þetta mál.“
Tengdar fréttir RÚV frumvarpið á síðasta snúningi í ríkisstjórn Ef Alþingi á að ná að afgreiða frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið þarf ríkisstjórnin að samþykkja það í dag. 18. desember 2015 12:52 Tvísýnt um pólitískt líf Illuga RUV-frumvarp Illuga Gunnarssonar er við að leysast úr læðingi og er nú til kynningar hjá þingflokksformönnum. 18. desember 2015 16:01 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Sjá meira
RÚV frumvarpið á síðasta snúningi í ríkisstjórn Ef Alþingi á að ná að afgreiða frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið þarf ríkisstjórnin að samþykkja það í dag. 18. desember 2015 12:52
Tvísýnt um pólitískt líf Illuga RUV-frumvarp Illuga Gunnarssonar er við að leysast úr læðingi og er nú til kynningar hjá þingflokksformönnum. 18. desember 2015 16:01
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“