Innlent

Ríkissaksóknari áfrýjar dómi í hópnauðgunarmálinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði nýverið fimm unga menn af ákæru fyrir hópnauðgun gegn 16 ára stúlku í samkvæmi í heimahúsi í Breiðholti í maí í fyrra.

Á vef ríkissaksóknara kemur fram að áfrýjunin tekur til allra ákærðu en dómurinn vakti mikla athygli þegar hann var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur 20. nóvember síðastliðinn.

Ungu mönnunum fimm var öllum gefið að sök að hafa haft margs konar kynferðismök við stúlkuna sem kærði þá til lögreglu. Eru ákærðu á aldrinum 18 - 21 árs. Þeir voru allir skólafélagar stúlkunnar en einn var sakfelldur fyrir að taka upp myndband af atvikinu gegn vilja stúlkunnar.

Móðir stúlkunnar hefur tjáð sig opinskátt um málið eftir að dómur féll í héraðsdómi. Meðal annars í yfirlýsingu sem hún sendi Vísi samdægurs og þá mætti hún einnig í viðtal sem sýnt var í Íslandi í dag sem sjá má hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

Allir sýknaðir af hópnauðgun

Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.