Innlent

Móðir stúlkunnar í hópnauðgunarmálinu: Léttir og viðurkenning að málinu var áfrýjað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lilja segist vonast til þess að málið fari vel og skilaboðin út í samfélagið verði á þá leið að það sem átti sér stað í íbúðinni í Breiðholti sé ekki leyfilegt. Allir verði að átta sig á því.
Lilja segist vonast til þess að málið fari vel og skilaboðin út í samfélagið verði á þá leið að það sem átti sér stað í íbúðinni í Breiðholti sé ekki leyfilegt. Allir verði að átta sig á því.
„Við erum mjög sátt og okkur er bara létt,“ segir Lilja Björnsdóttir, móðir stúlku sem kærði fimm skólabræður sína fyrir hópnauðgun í maí í fyrra. Piltarnir voru allir sýknaðir af nauðgunarákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum en ríkissaksóknari ákvað í dag að áfrýja dómnum til Hæstaréttar.

„Sýknudómurinn var svolítið erfiður þótt það hafi verið búið að vara okkur við honum,“ segir Lilja í samtali við Vísi. „Þetta er viðurkenning á því að það er eitthvað á bak við þessa kæru.“

Lilja er þeirrar skoðunar að dómurinn hafi verið út í hött og verulega hallað á dóttur hennar við meðferð málsins. Það sem stutt hafi hennar frásögn hafi ekki verið tekið til greina.

Einn ákærðu leiddur fyrir dómara eftir handtöku í maí 2014.Vísir/Daníel
„Það voru lykilvitni sem breyttu framburði sínum og fleira þannig að maður var hálfgáttaður á þessu.“

Lilja segist vonast til þess að málið fari vel og skilaboðin út í samfélagið verði á þá leið að það sem átti sér stað í íbúðinni í Breiðholti sé ekki leyfilegt. Allir verði að átta sig á því.

Í yfirlýsingu sem Lilja sendi Vísi í kjölfar þess að sýknudómur féll í héraði í nóvember lét hún þau orð falla að „Ef þú ert númer fimm í röðinni getur þú bókað að um nauðgun er að ræða.“ Hún segist standa við yfirlýsinguna.

„Ef það eru fimm þá er það nauðgun og ofbeldi. Ég myndi vilja sjá kvenmann gefa sig fram sem vill hafa þetta svoleiðis.“

Að neðan má sjá viðtal Snærósar Sindradóttur við Lilju fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 og Ísland í dag eftir að sýknudómurinn féll í héraði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×