Mótorhjól bönnuð í Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2015 15:23 Mótorhjólakappi klárar Pikes Peak keppnina. Jalopnik Frægasta brekkuklifurkeppni heims er Pikes Peak keppnin í Colorado í Bandaríkjunum. Þar keppa ökumenn á hverju ári hver er fljótastur að klifra upp fjallið Pikes Peak um 20 km leið og í leiðinni klifra upp 1.440 metra. Þessi keppni hefur krafist margra mannslífa og í síðustu tveimur keppnum dóu tveir mótorhjólamenn og í kjölfar þess hafa keppnishaldarar bannað mótorhjól í næstu keppni. Mótorhjól hafa aðeins tekið þátt síðustu fimm ár, en fyrir það var partur af leiðinni ennþá ómalbikaður og því ekki grundvöllur fyrir þátttöku þeirra. Mikil reiði er á meðal þeirra mótorhjólamanna sem hugsað höfðu sér að taka þátt í næstu keppni. Met mótorhjóla í Pikes Peak var sett fyrsta árið sem brautin var öll malbikuð, árið 2011 og tími þess 9:52,82 mínútur, en besti tími sem náðst hefur á bíl er 8:13,88, sett af rallökumanninum Sebastian Loeb árið 2013, en hann ók Peugeot 208 T16 bíl. Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent
Frægasta brekkuklifurkeppni heims er Pikes Peak keppnin í Colorado í Bandaríkjunum. Þar keppa ökumenn á hverju ári hver er fljótastur að klifra upp fjallið Pikes Peak um 20 km leið og í leiðinni klifra upp 1.440 metra. Þessi keppni hefur krafist margra mannslífa og í síðustu tveimur keppnum dóu tveir mótorhjólamenn og í kjölfar þess hafa keppnishaldarar bannað mótorhjól í næstu keppni. Mótorhjól hafa aðeins tekið þátt síðustu fimm ár, en fyrir það var partur af leiðinni ennþá ómalbikaður og því ekki grundvöllur fyrir þátttöku þeirra. Mikil reiði er á meðal þeirra mótorhjólamanna sem hugsað höfðu sér að taka þátt í næstu keppni. Met mótorhjóla í Pikes Peak var sett fyrsta árið sem brautin var öll malbikuð, árið 2011 og tími þess 9:52,82 mínútur, en besti tími sem náðst hefur á bíl er 8:13,88, sett af rallökumanninum Sebastian Loeb árið 2013, en hann ók Peugeot 208 T16 bíl.
Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent