Fleiri fréttir

Tugir féllu í árás í Nígeríu

Að minnsta kosti þrjátíu manns fórust þegar tvær sprengjur sprungu í nótt í mosku í nígerísku borginni Maiduguri.

ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn.

Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð

Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands.

Skjótast milli húsa undan verkfallinu

Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða.

Hafró lætur loðnuna njóta vafans

Tekin hefur verið upp ný aflaregla við að ákvarða veiðar úr loðnustofninum. Ný regla er mun varfærnari en sú gamla og tekur tillit til fjölda óvissuþátta.

Mörg dæmi um börn sem mæta ekki í skóla vegna skorts á úrræðum

„Það eru börn sem mæta ekki í skólann vegna vanda en eru á biðlista eftir að komast í úrræði,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík. Félagið er eitt af mörgum sem skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að bæta stuðning við börn í vanda, sem Fréttablaðið fjallaði um í gær.

Vantar meira fé í mótssvæðið á Hólum

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur óskað eftir 50 milljóna króna framlagi frá hinu opinbera til að byggja upp landsmótssvæðið á Hólum í Hjaltadal. Þetta kemur fram í umsögn sveitarfélagsins til fjárlaganefndar um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016.

Föstudagsviðtalið: Okkur er reglulega hótað

Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, er í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins. Hún segir starfsfólki reglulega hótað og í verstu tilfellum sé veist að börnum starfsmanna.

Skaftá hreif mælitæki Veðurstofunnar með sér

Vísindamenn telja mikilvægt að öðlast skilning á því hvers vegna Skaftárhlaup var jafnstórt og raun ber vitni og um leið leggja mat á hvort svo stór hlaup muni endurtaka sig. Hluta af tækjabúnaði Veðurstofu Íslands skolaði burt í hamförunum.

Dæmdir fyrir milljóna skattsvik

Hæstiréttur hefur dæmt tvo menn í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða hvor um sig 20,4 milljónir í sekt vegna skattsvik.

Leita enn að Herði

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist vísbendingar vegna leitar að Herði Björnssyni en leit að honum hefur þó ekki enn borið árangur.

Sjá næstu 50 fréttir