Hundaeigendur segja núverandi fyrirkomulag úrelt, óþarft og til þess eins fallið að valda erfiðleikum fyrir dýr og menn. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, var viðstaddur afhendingu undirskriftanna, en hann hefur tvívegis lagt fram frumvarp þar sem hann leggur til að reglur um innflutning gæludýra verði rýmkaðar, meðal annars með útgáfu sérstakra gæludýravegabréfa.
Hildur Þorsteinsdóttir hundaeigandi ræddi málið í Bítinu á dögunum.
Uppfært:
Í fyrstu kom fram í fréttinni að hundaeigendurnir væru á vegum Hundaræktarfélags Íslands. Hið rétta er að þeir eru félagsmenn, en framtakið er þó ekki á vegum HRFÍ.