Innlent

Vantar meira fé í mótssvæðið á Hólum

Sveinn Arnarsson skrifar
Landsmót hestamanna verður haldið á Hólum á næsta ári.  Kostnaður við framkvæmdir gæti numið um 130 milljónum króna.
Landsmót hestamanna verður haldið á Hólum á næsta ári. Kostnaður við framkvæmdir gæti numið um 130 milljónum króna. vísir/gva
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur óskað eftir 50 milljóna króna framlagi frá hinu opinbera til að byggja upp landsmótssvæðið á Hólum í Hjaltadal. Þetta kemur fram í umsögn sveitarfélagsins til fjárlaganefndar um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016.

Í síðustu fjárlögum var aukafjárveiting til landsmótssvæðisins, um 40 milljónir króna. Kom sú fjárhæð inn á fjárlög sem breytingartillaga fjárlaganefndar á lokametrum frumvarpsgerðarinnar.

Landssamband hestamannafélaga heldur landsmót hestamanna á Hólum á næsta ári. Á þessu ári hefur 85 milljónum króna verið varið í uppbyggingu á svæðinu til að hægt sé að halda landsmót á svæðinu og áformar sveitarfélagið Skagafjörður að halda áfram uppbyggingu á næsta ári fyrir um 50 milljónir.

„Við tókum að okkur verkefnið á þessu ári og höfum verið að byggja upp aðstöðu sem mun nýtast Hólaskóla í þeirri starfsemi sem þar fer fram. Þegar við hófum uppbyggingu á svæðinu í sumar sáum við að við þurfum að dytta að einu og öðru á næsta ári og þess vegna þurfum við að sækja um aukafjármagn,“ segir Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri Skagafjarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×