Innlent

Landsmenn klæðast bleiku í dag

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Bleikklæddir lesendur Vísis eru hvattir til að senda ritstjórninni skemmtilegar myndir.
Bleikklæddir lesendur Vísis eru hvattir til að senda ritstjórninni skemmtilegar myndir. mynd/vigfús birgisson
Bleiki dagurinn, sem er hluti af árlegu árverkniátaki Krabbameinsfélags Íslands, verður haldinn hátíðlegur í dag. Af því tilefni eru landsmenn beðnir um að klæðast einhverju bleiku í dag, eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi, og þannig sýna samstöðu í baráttunni við krabbamein.

Þá hafa nokkrar byggingar verið lýstar með bleiku ljósi í október, sem er mánuður Bleiku slaufunnar.

Vísir hvetur lesendur sína og fyrirtæki til að senda bleikar myndir á netfangið frettir@stod2.is eða í gegnum Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×