Innlent

Dæmdir fyrir milljóna skattsvik

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mennirnir voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sekt í ríkissjóð.
Mennirnir voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sekt í ríkissjóð. vísir/valli
Hæstiréttur dæmdi í dag þá Jón Ebba Halldórsson og Salvar Finnboga Guðmundsson fyrir skattsvik á árunum 2010-2011. Voru þeir hvor um sig dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða 20,4 milljónir króna í sekt í ríkissjóð.

Mennirnir voru ákærðir fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti vegna starfsemi einkahlutafélagsins Jón og Salvar fasteignafélag og nam upphæðin yfir 20 milljónum króna. Þá voru þeir jafnframt ákærðir fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskattskýrslum.

Fram kemur í dómi Hæstaréttar að tæpar 12 milljónir króna hafa verið að fullu gerðar upp með greiðslum á árunum 2012 og 2013 auk þess sem virðisaukaskattskýrslum vegna þeirrar upphæðar. Hins vegar voru um 8,5 milljónir króna ógreiddar samkvæmt ákæru að því er segir í dómi Hæstaréttar.

Refsing mannanna var því ákveðin eins og áður segir þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem þeir þurfa hvor um sig að greiða 20,4 milljóna sekt í ríkissjóð „innan fjögurra vikna frá uppsögu dóms þessa, en sæti ella fangelsi í 9 mánuði,“ eins og segir í dómsorði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×