Innlent

Ómögulegt að segja hvenær rannsókn á HIV-máli lýkur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd sem tekin var í júlí síðastliðnum þegar maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Mynd sem tekin var í júlí síðastliðnum þegar maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald. vísir/pjetur
Nígerískur hælisleitandi, sem handtekinn var þann 23. júlí síðastliðinn, grunaður um að hafa smitað konur vísvitandi af HIV-veirunni er ekki lengur í farbanni. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi þann 20. ágúst en var þá úrskurðaður í farbann.

Samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, var farbanninu aflétt á miðvikudaginn.

 

Friðrik segir að rannsókn málsins sé langt komin og henni sé í raun að mestu lokið. Hins vegar kallaði lögreglan eftir gögnum frá útlöndum sem enn sé beðið eftir en ómögulegt sé að segja til um hvenær þau berast og hægt verði að ljúka rannsókn.

Friðrik vill ekki gefa upp frá hvaða landi eða löndum lögreglan hefur óskað eftir gögnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×