Fékk krampa og festist með fótinn á bensíninu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. október 2015 07:00 Sigurlína og Héðinn voru á leiðinni á boccia-mót í Reykjavík en þau búa á Akureyri. Sigurlína fylgir Héðni gjarnan á ýmsa íþróttaviðburði eins og sést á þessari mynd en hann hefur fengið gullverðlaun á Special Olympics. Mynd/Sigurlína Í fyrradag fór bifreið á miklum hraða út af þjóðveginum rétt við Hyrnu í Borgarnesi. Í bílnum voru mæðginin Sigurlína Styrmisdóttir og Héðinn Jónsson. Héðinn sat við stýrið en skyndilega fékk hann mikinn krampa með þeim afleiðingum að hann steig bensíngjöfina í botn og stefndi á ljósastaur sem var við stóran klett. „Ég sá ekki fyrir mér annað en stórslys,“ segir Sigurlína en hún er lögráðamaður Héðins, sem er einhverfur. „Við vorum að keyra á boccia-mót í Reykjavík og vorum snemma á ferðinni. Sem betur fer var enginn á ferli.“ Sigurlína segir bílinn hafa rokið upp í hraða. Hún hrópaði á son sinn en fékk engin svör, heyrði aðeins skaðræðisóp. Hún tók ákvörðun á þremur sekúndum um að taka í stýrið áður en hraðinn yrði meiri og keyra út af. Bíllinn fór út af rétt við klettinn, yfir hól og lenti með miklum skelli á jörðinni. „Þetta var þvílíkt högg og ég gerði ráð fyrir að deyja. Allt í einu sá ég reyk koma úr bílnum og þá sparkaði ég hurðinni upp af óskiljanlegum krafti til að bjarga drengnum sem sat meðvitundarlaus við hliðina á mér. Ég skynjaði ekki fyrst að ég væri meidd.“ Mæðginin voru flutt á sjúkrahús. Sigurlína marðist mjög illa en Héðinn slapp mjög vel, líkamlega. „Hann er í algjöru áfalli og er á róandi. Ég fékk ákúrur fyrir að leyfa honum að keyra en hann fékk tíu á bílprófi og er sérstaklega varkár í umferðinni.“ Talið er að Héðinn hafi fengið flogakast en rannsóknir eru á byrjunarstigi. Hann mun þurfa eftirlit allan sólarhringinn um óákveðinn tíma og mun ekki keyra á meðan beðið er eftir niðurstöðum. Næstu dagar verða erfiðir fyrir mæðginin. Þau þurfa að standa í flutningum en Sigurlína er illa marin og bólgin og Héðinn er í miklu áfalli. „En til allrar hamingju þá gerðist ekkert sem er ekki afturkræft. Þetta er sár á andlegu heilsuna en það varð ekki banaslys. Það hefði orðið óbætanlegt áfall. Héðinn reynir að vera jákvæður og sagði svo fallega við mig í morgun að hann væri heppinn að eiga enn mömmu.“ Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Í fyrradag fór bifreið á miklum hraða út af þjóðveginum rétt við Hyrnu í Borgarnesi. Í bílnum voru mæðginin Sigurlína Styrmisdóttir og Héðinn Jónsson. Héðinn sat við stýrið en skyndilega fékk hann mikinn krampa með þeim afleiðingum að hann steig bensíngjöfina í botn og stefndi á ljósastaur sem var við stóran klett. „Ég sá ekki fyrir mér annað en stórslys,“ segir Sigurlína en hún er lögráðamaður Héðins, sem er einhverfur. „Við vorum að keyra á boccia-mót í Reykjavík og vorum snemma á ferðinni. Sem betur fer var enginn á ferli.“ Sigurlína segir bílinn hafa rokið upp í hraða. Hún hrópaði á son sinn en fékk engin svör, heyrði aðeins skaðræðisóp. Hún tók ákvörðun á þremur sekúndum um að taka í stýrið áður en hraðinn yrði meiri og keyra út af. Bíllinn fór út af rétt við klettinn, yfir hól og lenti með miklum skelli á jörðinni. „Þetta var þvílíkt högg og ég gerði ráð fyrir að deyja. Allt í einu sá ég reyk koma úr bílnum og þá sparkaði ég hurðinni upp af óskiljanlegum krafti til að bjarga drengnum sem sat meðvitundarlaus við hliðina á mér. Ég skynjaði ekki fyrst að ég væri meidd.“ Mæðginin voru flutt á sjúkrahús. Sigurlína marðist mjög illa en Héðinn slapp mjög vel, líkamlega. „Hann er í algjöru áfalli og er á róandi. Ég fékk ákúrur fyrir að leyfa honum að keyra en hann fékk tíu á bílprófi og er sérstaklega varkár í umferðinni.“ Talið er að Héðinn hafi fengið flogakast en rannsóknir eru á byrjunarstigi. Hann mun þurfa eftirlit allan sólarhringinn um óákveðinn tíma og mun ekki keyra á meðan beðið er eftir niðurstöðum. Næstu dagar verða erfiðir fyrir mæðginin. Þau þurfa að standa í flutningum en Sigurlína er illa marin og bólgin og Héðinn er í miklu áfalli. „En til allrar hamingju þá gerðist ekkert sem er ekki afturkræft. Þetta er sár á andlegu heilsuna en það varð ekki banaslys. Það hefði orðið óbætanlegt áfall. Héðinn reynir að vera jákvæður og sagði svo fallega við mig í morgun að hann væri heppinn að eiga enn mömmu.“
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira