Skaftá hreif mælitæki Veðurstofunnar með sér Una Sighvatsdóttir skrifar 15. október 2015 19:00 Vísindamenn telja mikilvægt að öðlast skilning á því hvers vegna Skaftárhlaup var jafnstórt og raun ber vitni og um leið leggja mat á hvort svo stór hlaup muni endurtaka sig. Hluta af tækjabúnaði Veðurstofu Íslands skolaði burt í hamförunum. Hættustigi sem lýst var yfir vegna Skaftárhlaupsins þann fyrsta október var formlega aflýst í dag af hálfu Almannavarna. Hlaupið var það stærsta síðan mælingar hófust en vísindamenn vinna enn að því að kortleggja nákvæmlega hversu mikið umfang þess var. GPS-mælitækið í henglum Fréttastofa flaug með Veðurstofunni og Landhelgisgæslunni upp að jökli í gær og má sjá myndir úr ferðinni í myndskeiðinu hér að ofan. Markmiðið var meðal annars að reyna að leggja mat á rúmmál sigskálarinnar í Eystri Skaftárkatli, en auk þess var þetta hálfgerður björgunarleiðangur til að forða mælitækjum Veðurstofunnar. Hlaupið reyndist hinsvegar hafa tekið sinn toll. „Rétt fyrir ofan jökulsporðinn, þar voru gríðarleg ummerki um flóðið," segir Benedikt G. Ófeigsson, jarðvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands. Eitt af mælitækjum Veðurstofunnar var ofan á farveginum fyrir hlaupið en það hafði henst langar leiðir burt í atganginum. „Við fundum leifar af því einhverja hundruð metra frá staðnum sem það var sett uphaflega á og það var bara allt í henglum. Og við fundum ekki tækið eða neitt þannig að það hefur mikið gengið á," segir Benedikt. Reyna að rýna inn í framtíðina Engu að síður hefur miklu af gögnum verið safnað um bæði aðdraganda og umfang flóðsins og segir Benedikt nú þurfa að leggjast vandlega yfir þau til að reyna að átta sig á því hversu stórt rúmmál flóðsins var. Vegna versnandi skyggnis í gær tókst illa að meta rúmmál sigskálarinnar í jöklinum en þess í stað verður reynt að notast við gervihnattamyndir af katlinum. „Við þurfum líka að skilja betur af hverju [hlaupið] var svona stórt. Er það bara vegna þess hversu langur tími var á milli flóða eða er einhver önnur skýring? Eru breytingar á katlinum sem við þurfum að hafa auga á?" segir Benedikt og bætir við að miklu skipti fyrir íbúa á svæðinu að vita hvort von sé á því að slíkar hamfarir verði reglulegur viðburður. „Nú þurfa jöklafræðingar og aðrir vísindamenn sem hafa verið að vinna í þessu að skoða gögnin sem við höfum safnað og reyna að skilja betur hvað gerðist þarna, af hverju þetta var svona stórt og hverju við megum eiga von á í framtíðinni úr Skaftárkötlum." Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Landslag mikið breytt eftir hamfarirnar á Suðurlandi Skaftárhlaupið og flóðin síðustu daga hafa mikil áhrif á landslag og líf heimafólks. Í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verða afleiðingar hamfaranna útskýrðar í máli og myndum. 5. október 2015 16:30 Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Lífríkið stendur Skaftárhlaupið af sér 6. október 2015 09:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Vísindamenn telja mikilvægt að öðlast skilning á því hvers vegna Skaftárhlaup var jafnstórt og raun ber vitni og um leið leggja mat á hvort svo stór hlaup muni endurtaka sig. Hluta af tækjabúnaði Veðurstofu Íslands skolaði burt í hamförunum. Hættustigi sem lýst var yfir vegna Skaftárhlaupsins þann fyrsta október var formlega aflýst í dag af hálfu Almannavarna. Hlaupið var það stærsta síðan mælingar hófust en vísindamenn vinna enn að því að kortleggja nákvæmlega hversu mikið umfang þess var. GPS-mælitækið í henglum Fréttastofa flaug með Veðurstofunni og Landhelgisgæslunni upp að jökli í gær og má sjá myndir úr ferðinni í myndskeiðinu hér að ofan. Markmiðið var meðal annars að reyna að leggja mat á rúmmál sigskálarinnar í Eystri Skaftárkatli, en auk þess var þetta hálfgerður björgunarleiðangur til að forða mælitækjum Veðurstofunnar. Hlaupið reyndist hinsvegar hafa tekið sinn toll. „Rétt fyrir ofan jökulsporðinn, þar voru gríðarleg ummerki um flóðið," segir Benedikt G. Ófeigsson, jarðvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands. Eitt af mælitækjum Veðurstofunnar var ofan á farveginum fyrir hlaupið en það hafði henst langar leiðir burt í atganginum. „Við fundum leifar af því einhverja hundruð metra frá staðnum sem það var sett uphaflega á og það var bara allt í henglum. Og við fundum ekki tækið eða neitt þannig að það hefur mikið gengið á," segir Benedikt. Reyna að rýna inn í framtíðina Engu að síður hefur miklu af gögnum verið safnað um bæði aðdraganda og umfang flóðsins og segir Benedikt nú þurfa að leggjast vandlega yfir þau til að reyna að átta sig á því hversu stórt rúmmál flóðsins var. Vegna versnandi skyggnis í gær tókst illa að meta rúmmál sigskálarinnar í jöklinum en þess í stað verður reynt að notast við gervihnattamyndir af katlinum. „Við þurfum líka að skilja betur af hverju [hlaupið] var svona stórt. Er það bara vegna þess hversu langur tími var á milli flóða eða er einhver önnur skýring? Eru breytingar á katlinum sem við þurfum að hafa auga á?" segir Benedikt og bætir við að miklu skipti fyrir íbúa á svæðinu að vita hvort von sé á því að slíkar hamfarir verði reglulegur viðburður. „Nú þurfa jöklafræðingar og aðrir vísindamenn sem hafa verið að vinna í þessu að skoða gögnin sem við höfum safnað og reyna að skilja betur hvað gerðist þarna, af hverju þetta var svona stórt og hverju við megum eiga von á í framtíðinni úr Skaftárkötlum."
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Landslag mikið breytt eftir hamfarirnar á Suðurlandi Skaftárhlaupið og flóðin síðustu daga hafa mikil áhrif á landslag og líf heimafólks. Í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verða afleiðingar hamfaranna útskýrðar í máli og myndum. 5. október 2015 16:30 Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Lífríkið stendur Skaftárhlaupið af sér 6. október 2015 09:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00
Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35
Lega Skaftár talsvert breytt eftir hlaupið Á sumum stöðum hafa sjö til átta metrar af jarðvegi horfið með vatnsflaumnum. 5. október 2015 20:11
Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: Landslag mikið breytt eftir hamfarirnar á Suðurlandi Skaftárhlaupið og flóðin síðustu daga hafa mikil áhrif á landslag og líf heimafólks. Í fréttum Stöðvar 2 kl.18.30 verða afleiðingar hamfaranna útskýrðar í máli og myndum. 5. október 2015 16:30
Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23
„Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07
Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51