Fleiri fréttir

Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga

Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum.

„Mátti auðvitað búast við viðbrögðum“

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé.

Líkamsárásarmál fær endurupptöku

Árásin skildi fórnarlambið eftir nær sjónlaust. Hinn sakfelldi fær mál sitt endurupptekið þar sem gallar voru á meðferð málsins fyrir Hæstarétti.

Tíundu bekkingar áhyggjufullir: „Ég veit hvernig ég útskrifast úr grunnskóla en hef ekki hugmynd um hvernig ég kemst inn í framhaldsskóla“

Þau Tristan Elvuson, Viktor Andrason, Embla Óðinsdóttir og Elfa Hlynsdóttir eru nemendur í 10. bekk í Réttarholtsskóla og hafa öll fengið fræðslu um fyrirkomulag námsmats í ár. Þau vita því hvernig þau útskrifast úr grunnskóla en ekki hvernig þau komast inn í framhaldsskóla og eru sum hrædd um að mistakast í hæfnisprófi.

Ekkert samráð haft við skólastjóra

Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, er stödd á námskeiði fyrir nýja skólastjórnendur sem haldið er í Borgarnesi í dag og á morgun. Hún segir nýjar fregnir um þróun hæfnisprófa koma sér á óvart.

Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa

Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup.

Gagnrýnir Icelandair fyrir auglýsingar

Formaður Flugfreyjufélags Íslands, Sigríður Ása Harðardóttir, segir Icelandair mismuna með því að setja aldurstakmarkanir í störf flugliða en fyrirtækið hefur hafnað reyndum umsækjendum um starf á þeim forsendum að þeir séu fæddir fyrir 1980.

Íbúar í Buenos Aires fundu jarðskjálftann

Jarðskjálfti upp á 8,3 á Richterskvarða reið yfir Chile á miðvikudagskvöld. Átta manns létu lífið í kjölfar hans. 4,5 metra flóðbylgja skall á ströndum landsins.

ESB fundar um dreifingu flóttamanna um Evrópu

Flóttamenn Ríflega sjö þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamæri Króatíu frá Serbíu á síðastliðnum tveimur sólarhringum. Ástæðan er lokun landamæra Ungverjalands.

Friðlýsingum haldið áfram á ís

Vinna við friðlýsingu 20 svæða á grundvelli rammaáætlunar liggur áfram niðri hjá Umhverfisstofnun að óbreyttu. Fjárframlög voru skorin niður 2014 þrátt fyrir að í lögum sé gert ráð fyrir að unnið sé að friðlýsingum.

Sjá næstu 50 fréttir