Öllum veiðigræjunum stolið: „Tilfinningalega tjónið er gífurlegt“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2015 14:42 Á myndinni sést Jón Gunnar íklæddur hluta þess fatnaðar sem var numinn á brott. mynd/jón gunnar „Satt best að segja þá er ég í algjöru rusli,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson í samtali við Vísi en fyrir skemmstu fóru óprúttnir aðilar ránshendi um geymslur fjölbýlishúss er hann býr í. Meðal þess sem þjófarnir höfðu á brott þrjár veiðistangir, fimm veiðihjól, vöðlujakka, veiðivesti, flugubox, vélsleðafatnað, haglaskot og fleyg sem búið var að grafa nafn Jóns Gunnars í auk Liverpool merkisins. Það skal tekið fram að þetta er alls ekki tæmandi talning. „Fjárhagslega er tjónið alls ekki óviðráðanlegt en tilfinningalega og veraldlega tjónið er gífurlegt. Þetta eru hlutir sem maður hefur verið marga áratugi að safna saman og það að halda áfram að veiða var stór hluti þess að ég kom mér aftur út í lífið,“ segir Jón Gunnar en árið 2007 lenti hann í bílslysi sem hafði það í för með sér að hann er nú lamaður fyrir neðan mitti og bundinn við hjólastól.Sjá einnig: Með einkanúmerið I'M CEO: „Það er auðvitað dass af hroka í þessu“ Verið er að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum til að reyna að varpa ljósi á hverjir voru þarna að verki. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær innbrotið að hafa átt sér stað en líklegast er að það hafi verið í gærnótt eða fyrrinótt. Jón Gunnar er ekki sá eini sem varð fyrir barðinu á þjófunum því þeir tæmdu einnig geymslur nágranna hans og höfðu meðal annars vélsög á brott með sér. Næsta víst er að fleiri en einn hafi verið þarna að verki. „Nafnið mitt er grafið í eina stöngina sem var stolið þannig hún hefur ekkert verðgildi. Eða ég get allavega ekki ímyndað mér að nokkur maður vilji nota stöng sem sé merkt öðrum aðila. Hvað þá með flugur sem einhver annar hefur hnýtt og þýða ekkert nema fyrir þann aðila,“ segir Jón en hann býður 100.000 krónur handa þeim sem hefur upplýsingar um þjófana. „Ég myndi glaður droppa þessu fyrir mitt leiti ef ég fæ dótið mitt aftur. Ég veit ekki hvort löggan er sama sinnis en ef veiðigræjurnar skila sér aftur til mín þá má þetta allt alveg gleymast. Þó ekki sé nema hluti af því,“ segir Jón.100.000 KRÓNA FUNDARLAUN Í BOÐI!Á síðustu dögum brutust óprúttnir aðilar inn í geymslur í fjölbýlishúsinu að Mánatúni...Posted by Jón Gunnar Benjamínsson on Friday, 18 September 2015 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
„Satt best að segja þá er ég í algjöru rusli,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson í samtali við Vísi en fyrir skemmstu fóru óprúttnir aðilar ránshendi um geymslur fjölbýlishúss er hann býr í. Meðal þess sem þjófarnir höfðu á brott þrjár veiðistangir, fimm veiðihjól, vöðlujakka, veiðivesti, flugubox, vélsleðafatnað, haglaskot og fleyg sem búið var að grafa nafn Jóns Gunnars í auk Liverpool merkisins. Það skal tekið fram að þetta er alls ekki tæmandi talning. „Fjárhagslega er tjónið alls ekki óviðráðanlegt en tilfinningalega og veraldlega tjónið er gífurlegt. Þetta eru hlutir sem maður hefur verið marga áratugi að safna saman og það að halda áfram að veiða var stór hluti þess að ég kom mér aftur út í lífið,“ segir Jón Gunnar en árið 2007 lenti hann í bílslysi sem hafði það í för með sér að hann er nú lamaður fyrir neðan mitti og bundinn við hjólastól.Sjá einnig: Með einkanúmerið I'M CEO: „Það er auðvitað dass af hroka í þessu“ Verið er að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum til að reyna að varpa ljósi á hverjir voru þarna að verki. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær innbrotið að hafa átt sér stað en líklegast er að það hafi verið í gærnótt eða fyrrinótt. Jón Gunnar er ekki sá eini sem varð fyrir barðinu á þjófunum því þeir tæmdu einnig geymslur nágranna hans og höfðu meðal annars vélsög á brott með sér. Næsta víst er að fleiri en einn hafi verið þarna að verki. „Nafnið mitt er grafið í eina stöngina sem var stolið þannig hún hefur ekkert verðgildi. Eða ég get allavega ekki ímyndað mér að nokkur maður vilji nota stöng sem sé merkt öðrum aðila. Hvað þá með flugur sem einhver annar hefur hnýtt og þýða ekkert nema fyrir þann aðila,“ segir Jón en hann býður 100.000 krónur handa þeim sem hefur upplýsingar um þjófana. „Ég myndi glaður droppa þessu fyrir mitt leiti ef ég fæ dótið mitt aftur. Ég veit ekki hvort löggan er sama sinnis en ef veiðigræjurnar skila sér aftur til mín þá má þetta allt alveg gleymast. Þó ekki sé nema hluti af því,“ segir Jón.100.000 KRÓNA FUNDARLAUN Í BOÐI!Á síðustu dögum brutust óprúttnir aðilar inn í geymslur í fjölbýlishúsinu að Mánatúni...Posted by Jón Gunnar Benjamínsson on Friday, 18 September 2015
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“