Innlent

Haukamaður vann rúmlega 8 skattfrjálsar milljónir

Birgir Olgeirsson skrifar
Hjónin voru búin að finna á sér að stóri vinningurinn væri á leiðinni og ætla að nota hann til að aðstoða afkomanda.
Hjónin voru búin að finna á sér að stóri vinningurinn væri á leiðinni og ætla að nota hann til að aðstoða afkomanda. Vísir/Vilhelm
Það var ánægður Haukamaður úr Hafnarfirði sem kom til Íslenskrar getspár í morgun með annan vinningsmiðann frá því í Víkingalottóinu á miðvikudag. Haukamaðurinn keypti sinn miða í Holtanesti í Hafnarfirði og skipti íslenska bónusvinningnum með öðrum heppnum spilara og vann rúmlega 8 skattfrjálsar milljónir. 

Miðinn var 7 raðir en vinningshafinn segist alltaf spila með og alltaf kaupa 7 raðir þar sem það er heilög tala. Eiginkona mannsins var með en hún er með sínar tölur í áskrift og sagði að hún væri búin að finna á sér í 3 vikur að von væri á stórum vinningi en hélt að hún myndi vinna en ekki eiginmaðurinn sem var með sjálfvalsmiða. 

Vinninginn ætla þau að nota til að aðstoða afkomanda við að koma undir sig fótunum og gat vinningurinn ekki komið á betri tíma hvað það varðar. Við óskum hinum heppna Haukamanni til hamingju og biðjum alla sem að versluðu sér Víkingalottómiða í Daníelsbita í Mosfellsbæ að skoða miðana sína vel og hafa samband við okkur til að nálgast sínar vinningsmilljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×