BMW M5 fær fjórhjóladrif Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2015 10:38 BMW M6. Hingað til hafa hinir öflugu BMW M5 og BMW M6 bílar verið afturhjóladrifnir, en með næstu kynslóð fá þeir fjórhjóladrif. Þetta upplýsti BMW á bílasýningunni í Detroit sem nú stendur yfir. Ástæðan er helst sú að svo mikið afl verður til staðar í bílunum að lítið vit er í því að senda það eingöngu til afturhjólanna. Aksturseiginleikar og öryggi mun aukast mjög með fjórhjóladrifi. Núverandi kynslóð BMW M5 og M6 er 560 hestöfl, en næsta kynslóð verður öflugri, þó BMW hafi ekki upplýst hversu mikið öflugri. Þrátt fyrir að nýir BMW M5 og M6 fái fjórhjóladrif verður megnið af aflinu sent til afturhjólanna til að koma í veg fyrir þá undirstýringu sem gjarnan einkennir öfluga fjórhjóladrifna bíla. Með tilkomu fjórhjóladrifs í BMW M5 og M6 fylgir BMW í kjölfarið á Audi og Mercedes Benz, en bæði fyrirtækin hafa útbúið öflugustu bíla sína þannig, Mercedes Benz á síðustu árum og Audi frá upphafi. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent
Hingað til hafa hinir öflugu BMW M5 og BMW M6 bílar verið afturhjóladrifnir, en með næstu kynslóð fá þeir fjórhjóladrif. Þetta upplýsti BMW á bílasýningunni í Detroit sem nú stendur yfir. Ástæðan er helst sú að svo mikið afl verður til staðar í bílunum að lítið vit er í því að senda það eingöngu til afturhjólanna. Aksturseiginleikar og öryggi mun aukast mjög með fjórhjóladrifi. Núverandi kynslóð BMW M5 og M6 er 560 hestöfl, en næsta kynslóð verður öflugri, þó BMW hafi ekki upplýst hversu mikið öflugri. Þrátt fyrir að nýir BMW M5 og M6 fái fjórhjóladrif verður megnið af aflinu sent til afturhjólanna til að koma í veg fyrir þá undirstýringu sem gjarnan einkennir öfluga fjórhjóladrifna bíla. Með tilkomu fjórhjóladrifs í BMW M5 og M6 fylgir BMW í kjölfarið á Audi og Mercedes Benz, en bæði fyrirtækin hafa útbúið öflugustu bíla sína þannig, Mercedes Benz á síðustu árum og Audi frá upphafi.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent