Fleiri fréttir

Kátir piltar koma samaná ný

Hafnfirska hljómsveitin Kátir piltar kemur saman annað kvöld eftir tuttugu ára hlé. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við tónlistarhátíðina Heima í Hafnarfirði, sem haldin verður í fyrsta sinn á morgun.

Guðni vildi sameina allt innanlandsflug í Keflavík

Guðni Ágústsson lýsti því yfir í maí 2007 að hann teldi réttast að innanlandsflugið flyttist til Keflavíkur og vildi hann sameina allt flug í landinu þar. Það gengur í berhögg við það sem hann segir núna en hann vill halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Hann ætlar að tilkynna um framboð sitt á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudag.

Tveir menn pyntaðir til dauða í Úkraínu

Olexander Turchynov, forseti Úkraínu, fyrirskipaði í dag að hefja hernaðaraðgerðir gegn aðskilnaðarsinnum á ný eftir að tveir menn fundust látnir í austurhluta landsins en þeir voru báðir pyntaðir til dauða.

Vonast eftir niðurstöðu í dag

Samninganefndir Isavia og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins sitja sáttafund og freista þess að afstýra vinnustöðvun í nótt.

Áhafnarmeðlimir drýgðu hetjudáðir

Þrátt fyrir að starfsmönnum ferjunnar sem sökk við strendur Kóreu sé úthrópað víða, létust nokkrir þeirra við björgunarstörf og fórnuðu sér fyrir farþega.

Kveikt í sólpalli við íbúðarhús í tvígang

Tvær helgar í röð hefur eldur verið borinn að sólpalli við sama íbúðarhús í Vestmannaeyjum. Lögregla hefur engan grunaðan um íkveikjurnar, en rannsókn er á byrjunarstigi. Börn húsráðanda voru ein heima þegar kveikt var í um helgina.

Sniðganga lög og reglur til að koma Guðna í oddvitasætið

Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem skipar annað sætið á lista framsóknarmanna í Reykjavík segir að lítill hópur innan flokksins hafi ákveðið að sniðganga lög og reglur til að fá Guðna Ágústsson í oddvitasætið. Hún segir að ítrekað hafi verið þrýst á sig að hætta og segir að sá listi sem sé í undirbúningi snúist um gamaldags stjórmál og þrönga hagsmuni.

Gerbreytt landslag í stjórnmálunum

Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sýnir að nýr evrópusinnaður hægriflokkur tæki mikið fylgi af Samfylkingunni og Bjartri framríð. Gerbreytt landslag segir formaður Bjartrar framtíðar.

Guðni Ágústsson er orðinn KR-ingur

Formaðurinn kannast ekki við að urgur sé innan vébanda KR vegna þess að Guðni Ágústsson er aðal ræðumaður á Herrakvöldi KR-inga.

Staðfest tala látinna komin yfir hundrað

Staðfest tala látinna eftir ferjuslysið í Suður Kóreu á dögunum er nú komin í hundrað og fjóra, en 198 er enn saknað. Kafarar vinna enn hörðum höndum við að ná líkum úr skipinu sem fór á hliðina og sökk á um tveimur tímum í síðustu viku.

Reyndi að kveikja í VMA

Tilraun var gerð til að kveikja í Verkmenntaskólanum á Akureyri í gærkvöldi, en lögreglu og slökkviliði barst tilkynning um málið í tæka tíð þannig að eldurinn var slökktur án þess að umtalsvert tjón hlytist af.

Sól í kortunum næstu daga

Spáð er allt að 15 stiga hita á landinu í dag og vætu suðaustanlands. Á morgun sýna kort Veðurstofunnar síðan að heiðskýrt verður á nánast öllu landinu og tveggja stafa hitatölur víðast hvar.

Sport sem getur verið hættulegt

Allir sem stunda svif- og skíðadrekasport þurfa að gera sér grein fyrir þeim hættum sem fylgja því að fara of nálægt háspennumannvirkjum, segir í viðvörun Landsnets.

Veik jarðlög og heitt vatn hægðu á framkvæmdum

Verktakar í Norðfjarðargöngum glíma nú við veik jarðlög sem hægja á gangagerðinni. Verkið er á eftir áætlun. Vinna við Vaðlaheiðargöng gengur nú vel eftir lélegar vikur í mars og apríl. Um 46 gráða heitt vatn streymir úr sprungu í berginu.

Fimmtungur líklegur til að kjósa Evrópusinnaða hægrimenn

Verði stofnun nýs flokks Evrópusinnaðra hægrimanna að veruleika gæti það tekið meira fylgi af Bjartri framtíð og Samfylking en Sjálfstæðisflokki, samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Innan við helmingur styður veiðar á langreyðum

Tæplega helmingur landsmanna, um 46 prósent, er hlynntur veiðum á langreiðum samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Hlutfallið var 57 prósent í júní í fyrra. Tæplega fjórðungur Íslendinga er andvígir veiðum á langreyðum.

Björt framtíð í Snæfellsbæ

Björt framtíð í Snæfellsbæ hefur ákveðið að bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninga í bæjarfélaginu þann 31.maí næstkomandi.

Samningar í skjóli pólitískra tengsla myllusteinn um háls ríkisins

Fyrrverandi fjármálaráðherra segir ýmislegt benda til þess að langtímaleigusamningar um fasteignir sem ríkissjóður gerði fyrir hrun við félög tengd Framsóknarflokknum, jaðri við að vera pólitísk spilling. Samningunum hefur verið líkt við myllusteina um háls ríkisins.

Fleiri hlynntir veiðum en á móti þeim

Mun fleiri Íslendingar eru hlynntir veiðum á langreyði en á móti þeim. Þó er andstaðan meiri en í fyrra, og mest er hún hjá kjósendum Vinstri grænna.

Sjá næstu 50 fréttir