Innlent

Óskuðu eftir aðstoð vegna leka í vélarrúmi

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/vilhelm
Fiskibátur úti fyrir Vestfjörðum hafði samband við Landhelgisgæsluna kl. 18:27 í kvöld og óskaði eftir aðstoð vegna leka sem hafði komið upp í vélarrúmi.

Tveir menn voru um borð. Landhelgisgæslan hafði samband við nærstaddan bát og var hann beðinn um að halda til aðstoðar. Einnig voru björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu kallaðar út ásamt björgunarbátnum Gunnari Friðrikssyni á Ísafirði og hraðskreiðum björgunarbát frá Suðureyri.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var auk þess kölluð út. Klukkan kl. 18:55 hafði tekist að þurrlensa vélarrýmið og var þá hættuástandi aflýst.

Nærstaddur bátur kom skömmu síðar til aðstoðar og dró fiskibátinn til hafnar. Voru þá allar björgunaraðgerðir afturkallaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×