Fleiri fréttir

Myrtu tvö hundruð manns í Suður-Súdan

Uppreisnarmenn í Suður-Súdan í Afríku myrtu hundruð óbreyttra borgara í bænum Bentiu í síðustu viku en Sameinuðu þjóðirnar greina frá þessu.

Líðan konunnar þokkaleg eftir atvikum

Líðan hjá konunni sem slasaðist í fjórhjólaslysi á Snæfellsnesi ku vera þokkaleg eftir atvikum en þetta staðfesti vakthafandi læknir á Landsspítalanum í samtali við fréttastofu.

Gríðarleg öryggisgæsla í Boston-maraþoninu

Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar fyrir Boston-maraþonið sem hófst í hádeginu í dag en þrír létu lífið og margir særðust í hryðjuverkaárás sem gerð var við endalínuna fyrir ári síðan.

Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins

Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumdardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið.

Hóta að hætta við allar ferðir á Everest

Fjallaleiðsögumenn á Everest, eða sherpar, hafa hótað að hætta við allar ferðir á fjallið í kjölfar mannskæðasta slyss í sögu þess, þegar snjóflóð féll á föstudagsmorguninn.

Níu létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Bagdad

Að minnsta kosti níu manns féllu í sjálfsmorðssprengjuárás sem var gerð á lögreglustöð í Írak í dag. 35 særðust en árásin var gerð í Suwayrah, suður af höfuðborginni Bagdad.

Víða hálka og hálkublettir

Hálka er á Bláfjallavegi og hálkublettir í Kjósarskarði en annars eru vegir á Suðurlandi að mestu greiðfærir.

Skíðasvæði opin víða um land í dag

Eftir nokkuð vindasama daga undanfarið er komið logn í Hlíðarfjalli og verður opið þar milli 9 og 17, eða klukkutíma lengur en upphaflega var áætlað.

Enginn gisti fangageymslu í nótt

Í skýrslu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að enginn hafi þurft að gista fangageymslu í nótt og nokkuð rólegt hafi verið.

Óska eftir friðargæsluliðum

Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum, í austurhluta Úkraínu, hafa óskað eftir að fá rússneska friðargæsluliða til að koma á stöðugleika á svæðinu.

Reyktu kannabis á Austurvelli

Hópurinn Reykjavík Homegrown hittist á Austurvelli í dag til þess að fagna alþjóðlegum degi kannabiss og mótmæla refsistefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum, fjórða árið í röð.

Sjávarpláss of háð einu fyrirtæki

Bæjarstjórinn á Ísafirði segir allt of mörg sjávarþorp eiga allt undir einum atvinnurekenda. Sjávarútvegráðherra hefur áhyggjur af smærri byggðarlögum vegna brotthvarfs útgerðarfyrirtækja þaðan.

Ekkert rætt við Guðrúnu um oddvitasætið

Leit Framsóknarmanna að nýjum oddvita í stað Óskars Bergssonar sem vék úr stóli nýverið hefur enn engan árangur borið, í það minnsta hefur ekkert verið opinberað í þeim efnum.

Þyrla flaug til móts við sjúkrabifreið

Sjúkrabifreið var kölluð til skömmu fyrir hádegi í morgun vegna bráðaveikinda sem upp komu í sumarbústað á Skógarströnd. Læknir í Búðardal mat ástand sjúklings þannig að ákveðið var að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Þrír stukku úr vélinni sem fórst

Átta manns eru látnir eftir að lítil farþegaflugvél fórst í suðvestanverðu Finnlandi í dag. Óttast er um afdrif fimm til viðbótar.

„Það er engin leið að útskýra hvernig manni líður“

"Þennan dag bar margt fyrir sjónir sem ég á aldrei eftir að gleyma, en ég ætla ekki endilega að reyna að koma því í orð,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir, sem hefur ekki ákveðið framhaldið. Það sé ekki forgangsatriði að svo stöddu.

Fellibylurinn fallinn frá

Bandaríski hnefaleikakappinn Rubin "Hurricane" Carter lést á heimili sínu í Toronto í Kanada í dag 76 ára að aldri.

Leit að mönnunum á Everest hætt

Skipulagðri leit að fjallaleiðsögumönnunum þremur á Everest er nú formlega hætt. Leitin hefur staðið yfir frá því að snjóflóðið féll í fyrradag en leitarskilyrði hafa verið slæm.

Staða smærri byggðarlaga áhyggjuefni

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, segir stöðu smærri byggðarlaga í sjávarútvegi vera áhyggjuefni. Byggðastofnun mun skila skýrslu strax eftir páska með leiðum til að viðhalda sjávarútvegi í smærri byggðum landsins.

Brak malasísku vélarinnar enn ófundið

Hvorki gengur né rekur í leitinni að braki malasísku flugvélarinnar sem hvarf fyrir 44 dögum. Farið hefur verið yfir um helming þess svæðis sem talið er líklegt að vélin leynist.

Skíðasvæði víða opin

Skíðasvæðin í Oddsskarði, Tungudal og Stafdal opna klukkan 10 í dag og opna skíðasvæðin í Tindastóli og Seljalandsdal klukkan 11.

Fimm létust í átökum í Úkraínu

Hópur vopnaðara Úkraínumanna lagði til atlögu með þeim afleiðingum að fimm féllu, þrír úr liði fylgjenda Rússa og tveir Úkraínumenn.

Kafarar komnir í ferjuna

Tala látinna hefur fjölgað hratt og hafa nú 52 fundist látnir. Búist er við að þessi tala muni fara hækkandi.

Víða hálka

Hálka er á Hellisheiði en hálkublettir eru á Mosfellsheiði, líkt og víða í uppsveitum og á útvegum á Suðurlandi. Snjóþekja er á Lyngdalsheiði.

Rokkhátíðin fer vel fram

Nóttin gekk vel og fjölmargir gestir rokkhátíðarinnar, Aldrei fór ég suður skemmtu sér með friði og spekt.

Sprengjan reyndist hljómflutningstæki

Engin sprengja reyndist vera í mannlausri bifreið við Tívolíið í Kaupmannahöfn og hefur sprengjuviðvörunin því verið afturkölluð.

Sjá næstu 50 fréttir