Lögreglan telur íkveikjur á Akureyri ekki tengdar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. apríl 2014 10:56 Til vinstri má sjá eikarhurðina sem kveikt var í um páskana. Í nótt var kveikt í VMA, en slökkvilið var kallað til í tæka tíð. Lögreglan á Akureyri telur tvær íkveikjur á Akureyri yfir páskahátíðina ekki tengdar. Lögreglan staðfestir að stúlka á átjánda ári hafi viðurkennt að hafa gert tilraun til að kveikja í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Á fimmtudagskvöld var kveikt í hurð Akureyrarkirkju. Það mál er enn óupplýst. Að sögn lögreglunnar á Akureyri telst þetta óvanalega stuttur tími á milli ívekikja, en þær virðist samt sem áður ekki vera tengjast. „Við sjáum enga tengingu á milli þessara tveggja mála – þetta virðist vera tilviljun að tvær íkveikjur séu með svona stuttu millibili,“ segir Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn á Akureyri. Í báðum íkvekjunum var eldfimur vökvi notaður til að magna eldinn.Slökkvilið kallað til i tæka tíð Íkveikjan í nótt telst upplýst en þá mun stúlka á átjánda ári hafa borið eld að húsnæði VMA. Lögreglan vildi ekki tjá sig um af hverju grunur beindist strax að stúlkunni, sem viðurkenndi verknaðinn í nótt. Lögreglu og slökkviliði barst tilkynning um málið í tæka tíð þannig að eldurinn var slökktur án þess að umtalsvert tjón hlytist af. Skólahald er með eðlilegum hætti í VMA í dag – þrátt fyrir íkveikjuna.Á erfitt með að setja sig í spor brennuvargs „Ég á mjög erfitt með að setja mig í spor þeirra sem gerðu þetta,“ sagði Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur Akureyrarkirkju í samtali við Vísi á föstudaginn um íkveikjuna í Akureyrarkirkju. „Þetta er allavega ekki fólk sem líður vel," bætti hann við. Kveikt var í kirkjuhurðinni; stórri eikarhurð, og sagði Svavar tjónið vera mikið. „Það kæmi mér ekki á óvart ef það væri ekki hægt að gera við hana, hún er það illa brunnin. Hann benti á að verknaðinn hafi þurft að skipuleggja vel fram í tímann og sagði þetta árás á kirkjuna sjálfa. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Lögreglan á Akureyri telur tvær íkveikjur á Akureyri yfir páskahátíðina ekki tengdar. Lögreglan staðfestir að stúlka á átjánda ári hafi viðurkennt að hafa gert tilraun til að kveikja í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Á fimmtudagskvöld var kveikt í hurð Akureyrarkirkju. Það mál er enn óupplýst. Að sögn lögreglunnar á Akureyri telst þetta óvanalega stuttur tími á milli ívekikja, en þær virðist samt sem áður ekki vera tengjast. „Við sjáum enga tengingu á milli þessara tveggja mála – þetta virðist vera tilviljun að tvær íkveikjur séu með svona stuttu millibili,“ segir Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn á Akureyri. Í báðum íkvekjunum var eldfimur vökvi notaður til að magna eldinn.Slökkvilið kallað til i tæka tíð Íkveikjan í nótt telst upplýst en þá mun stúlka á átjánda ári hafa borið eld að húsnæði VMA. Lögreglan vildi ekki tjá sig um af hverju grunur beindist strax að stúlkunni, sem viðurkenndi verknaðinn í nótt. Lögreglu og slökkviliði barst tilkynning um málið í tæka tíð þannig að eldurinn var slökktur án þess að umtalsvert tjón hlytist af. Skólahald er með eðlilegum hætti í VMA í dag – þrátt fyrir íkveikjuna.Á erfitt með að setja sig í spor brennuvargs „Ég á mjög erfitt með að setja mig í spor þeirra sem gerðu þetta,“ sagði Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur Akureyrarkirkju í samtali við Vísi á föstudaginn um íkveikjuna í Akureyrarkirkju. „Þetta er allavega ekki fólk sem líður vel," bætti hann við. Kveikt var í kirkjuhurðinni; stórri eikarhurð, og sagði Svavar tjónið vera mikið. „Það kæmi mér ekki á óvart ef það væri ekki hægt að gera við hana, hún er það illa brunnin. Hann benti á að verknaðinn hafi þurft að skipuleggja vel fram í tímann og sagði þetta árás á kirkjuna sjálfa.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira