Innlent

Reyndi að kveikja í VMA

vísir/auðunn
Tilraun var gerð til að kveikja í Verkmenntaskólanum á Akureyri í gærkvöldi, en lögreglu og slökkviliði barst tilkynning um málið í tæka tíð þannig að eldurinn var slökktur án þess að umtalsvert tjón hlytist af.

Grunur beindist strax að stúlku á átjánda ári og var hún handtekin. Hún játaði á sig verknaðinn og að hafa notað eldfiman vökva til að magna eldinn, en gat ekki gefið neina sérstaka skýringu á athæfinu.

Hún var látin laus að yfirheyrslu lokinni, en barnaverndaryfirvöldum var tilkynnt um málið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×