Fleiri fréttir

Sættir milli stjórnarandstöðu og forseta Úkraínu

Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, og leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa undirritað samning þess efnis að forsetakosningar fari fram í landinu fyrir áramót. Þá verður stjórnarskrá landsins frá árinu 2004 tekin upp að nýju.

Dagur steig upp í gröfuna

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, tók fyrstu skóflustunguna að grunni nýs fjölbýlishúss við Skyggnisbraut 8 – 12 – Friggjarbrunn 55-57 í Úlfarsárdal.

Sírenur í Safamýri

Eldur kviknaði út frá potti í eldhúsi í fjölbýlishúsi í Safamýri 34-38 í dag.

Ók á átta ára dreng og stakk af

„Ég ætlaði ekki að trúa því þegar sonur minn kom heim í gær, að bíll hefði ekið á hann og bílstjórinn svo farið af vettvangi,“ segir Kolbrún Dögg Sigmundsdóttir, móðir átta ára drengs sem ekið var á í Njarðvík í gær.

Á fimmta tug fluga felld niður í Frankfurt

"Fluginu sem átti að fara frá Frankfurt til Íslands síðdegis í dag hefur verið seinkað um sólarhring,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Ungt barn í íbúð þar sem fíkniefni fundust

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á fíkniefni og vopn við húsleit í íbúð fjölbýlishúss í Reykjavík í fyrradag. Ungt barn var í íbúðinni og voru barnaverndaryfirvöld kölluð út.

Þingflokksfundur um viðræðuslit

Á fundi þingflokks Sjálfstæðismanna í dag verður rætt um afstöðu flokksins til Evrópusambandsumsóknarinnar og möguleg viðræðuslit við ESB.

Utanríkismálanefnd vill lýsa yfir stuðningi við aðgerðir ESB

„Utanríkismálanefnd telur ástæðu til þess að íslensk stjórnvöld lýsi yfir stuðningi við þvingunaraðgerðir nágranna okkar gegn aðilum sem eru taldir bera ábyrgð á ofbeldisverkum og ástandinu í Úkraínu,“ segir Birgir Ármannsson

Segir íbúa gjalda fyrir aðra hagsmuni

„Mann grunar að allt þetta ferli sé undirlægjuháttur við utanaðkomandi yfirvöld,“ segir Vigfús Andrésson í Berjanesi austan Holtsóss um fyrirhugaða lengingu varnargarðs vestan Markarfljóts.

Kosningum flýtt í Úkraínu

Forseti landsins samþykkir að flýta kosningum, takmarka eigin völd og endurvekja 10 ára gamla stjórnarskrá landsins.

Borgarráð staðfestir deiliskipulag við Tryggvagötu 13

Borgarráð hefur staðfest breytingu deiliskipulags fyrir lóðina við Tryggvagötu 13 en þar stendur til að reisa sex hæða byggingu. Í breytingunni felst að horfið er frá fyrirhugaðri notkun hússins sem þjónustu, skrifstofu og gistihúss en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Allsherjarnefnd sammála Hönnu Birnu um fækkun embætta

Allsherjarnefnd samþykkti rétt í þessu einróma lagafrumvarp um umfangsmikla fækkun sýslumanna- og lögreglustjóraembætta, sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mælti fyrir, fyrr í mánuðinum.

Rauður kjóll fyrir ríkisstjórnina

Fulltrúar frá GoRed samtökunum heimsóttu ríkisstjórnina í upphafi ríkisstjórnarfundar í morgun til að fræða ráðherra og afhenda þeim merki samtakanna sem er rauður kjóll.

Segir ríkisstjórnina taka málstað einræðisherra og drullusokka

"Ef ríkisstjórnin er orðin svona skökk í hausnum að hún taki málsstað einræðisherra og drullusokka vítt og breitt um heiminn frekar en að standa með okkar nágrannaþjóðum og skynja hvað þær eru að hugsa, þá erum við í vondum málum,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun.

Leggjast ekki gegn Bjarnarflagsvirkjun

Aðalfundur Veiðifélags Mývatns felldi tillögu um að skorað yrði á sveitarstjórn Skútustaðahrepps að veita ekki frekari leyfi til framkvæmda við Bjarnarflagsvirkjun.

Áttatíu prósent leikskólabarna læs

Áttatíu prósent barna í svokölluðum skólahópi barna í leikskólanum Heiðarseli í Reykjanesbæ eru læs. Markviss vinna kennara og fjölskyldna hefur skilað sér með eftirtektarverðum árangri.

Tóku ekki mark á skiltunum

Vegagerðarmenn komu tveimur ungum konum til hjálpar um átta leitið í morgun eftir að þær höfðu setið í föstum bíl sínum á Öxnadalsheiði síðan klukkan hálf fjögur í nótt, í myrkri og illviðri.

Feðgar rækta kannabis

Tveir feðgar, faðirinn tæplega fimmtugur og sonurinn tæplega tvítugur voru handteknir í gær eftir að lögreglan fann á annan tug kannabisplantna í íbúð þeirra.

Gamlir nasistar handteknir

Þrír menn, 88, 92 og 94 ára gamlir eru nú í haldi þýskra yfirvalda en þeir eru grunaðir um að hafa verið verðir í Auschwitz - útrýmingarbúðum nasista.

Mótmælendur í Kænugarði endurskipuleggja sig

Loft var lævi blandið í höfuðborg Úkraínu í morgun, en í gær sló mótmælendum og lögreglu saman með þeim afleiðingum að tugir manna létust og fjöldi manna særðust.

Eldur á Krossanesi

Eldur gaus upp í einni af 60 vélasamstæðum í aflþynnuverksmiðju Becromal á Krossanesi við Akureyri laust fyrir klukkan tvö í nótt.

Lögreglan eltist við lasermann

Lögregla fékk tilkynningu um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi um að verið væri að beina sterkum Lasergeisla úr fjölbýlishúsi í Hólahverfi.

Norskir í loðnu á Skjálfandaflóa

Tvö norsk loðnuskip, sem ekki gáfust upp eins og hin 30 skipin og sigldu tóm heim, fundu og veiddu loðnu norður á Skjálfandaflóa í gær.

Sjá næstu 50 fréttir