Fleiri fréttir

Fundum að ljúka í Genf

Friðarviðræðum um stríðið í Sýrlandi lýkur í dag en síðustu daga hefur verið fundað um ástandið í svissnesku borginni Genf. Skemmst er frá því að segja að viðræðurnar hafa lítinn sem engan árangur borið.

Ofdrykkja stráfellir rússneska karlmenn

Fjórðungur allra rússneskra karlmanna deyr áður en þeir ná fimmtíu og fimm ára aldri. Ástæðuna má í flestum tilfellum rekja til óhóflegrar áfengisneyslu.

Ók dópaður á staur í Kópavogi

Þrennt var flutt á slysadeild Landspítalans eftir að bíl var ekið á ljósastaur við Vatnsendaveg upp úr klukkan eitt í nótt.

Eir fær 22 milljóna neyðaraðstoð

Reykjavíkurborg mun styrkja hjúkrunarheimilið Eir um 22 milljónr króna "til að verða við áskorun sjálfseignarstofnunarinnar um neyðaraðstoð,“ eins og segir í fundargerð borgarráðs.

Neyðarúrræði byggt á algjöru vonleysi

"Borgarráð lýsir vonbrigðum sínum vegna skilningsleysis heilbrigðisráðuneytisins á því að ríkið þurfi að greiða þann kostnað sem ríkinu ber,“ bókaði borgarráð í gær.

Ríkið bæti borginni tapaðar tekjur

„Eðlilegt er að krefjast þess að borginni verði bættar útsvarstekjur sem falla endanlega niður og útgjöld sem falla til vegna þessara aðgerða,“ segir í samþykkt borgarráðs um áhrif ráðstöfunar á séreignarsparnaði.

Tíu ára ferli að skrifa sögu ÁTVR

Útgáfa á sögu ÁTVR hefur ekki verið tímasett. Hún hefur verið í vinnslu í átta ár en unnið hefur verið að henni í áratug. Áætlað er að kostnaður við ritunina verði á bilinu 21 til 22 milljónir króna.

Ótrúlegar myndir frá mótmælunum í Úkraínu

Mótmælin í Úkraínu héldu áfram í dag og forseti landsins, Viktor Janúkóvitsj, er lagstur í rúmið vegna kvefs. Óvíst er hvenær hann tekur til starfa að nýju. Mótmælendur krefjast þess að hann segi af sér.

Líffæraskortur á Íslandi

Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum standa að, er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar.

Reynt að lokka dreng upp í bíl

Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stoppaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti.

Thorning-Schmidt vonsvikin

"SF er miklu betri flokkur en orðsporið, sem af þeim fer,” segir forsætisráðherra Danmerkur eftir atburði morgunsins.

Reykinn leggur yfir íbúðarhúsnæði

„Reykurinn er svo þykkur þarna yfir. Það var einn lítill gluggi opinn inni á baði og það kom megn lykt inn til mín. Þetta gerist svo hratt ef það er opið,“ segir íbúi.

Fangar á Litla-Hrauni skaffi eigin sængur

Fangar á Litla-Hrauni þurfa að skaffa sín eigin sængurföt eftir mánaðarmót. "Mér þykir þetta ótækt í íslensku samfélagi," segir móðir eins fanga.

Efri hæðin gjörónýt

Slökkvilið berst enn við reyk og glæður í skiltagerðinni þar sem gríðarlegur eldur kom upp í hádeginu.

Úkraínuforseti lagstur í rúmið

Viktor Janúkóvitsj er kominn með kvef og háan hita og ófær um að sinna störfum sínum, einmitt nú þegar mótmælin gegn honum standa sem hæst.

Svíar hafa drepið tugi manna í Afganistan

Sænsk þingnefnd krefst skýringa eftir að sænskur herforingi tjáði sig í fjölmiðlum um fjölda Afgana, sem fallið hafa fyrir hendi sænskra sérsveitarmanna.

Metár hótela í ESB-ríkjunum

Gistinætur í ríkjum ESB náðu metfjölda á síðasta ári þar sem seldust alls um 1,6 milljarðar gistinga.

Sjá næstu 50 fréttir