Fleiri fréttir

Haförninn friðaður í 100 ár á Íslandi

Hafernir á Íslandi hafa ekki verið fleiri síðan fyrir aldamótin 1900. Ísland varð fyrst til að friða örninn. Friðunin kom í veg fyrir að tegundin yrði útdauð hér á landi.

Verða oftar fyrir fordómum

Um 93 prósent fólks af erlendum uppruna upplifði fordómafulla hegðun og mismunun gagnvart sér, samkvæmt rannsókn. Flest atvikin áttu sér stað á vinnustöðum. Lýstu þátttakendur reynslu sinni sem niðurlægjandi og hún ylli vonbrigðum.

Hillary með gríðarlegt forskot

Hillary Clinton er eins og staðan er í dag langlíkeust til að verða útnefnd sem forsetaframbjóðandi demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem haldnar verða árið 2016.

Lögregla elti mann sem sinnti ekki stöðvunarmerkjum

Bílstjóri sem lögreglumenn í Austurborginni ætluðu stöðva um níu leytið í gærkvöldi sinnti ekki ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og hófst þá eftirför þar sem ökumaðurinn ók allt of hratt og sinnti í engu umferðarmerkjum eða ljósum. Loks tókst að stöðva för mannsins á Bústaðavegi og er hann grunaður um akstur undir áhrifum og vörslu fíkniefna.

Tugir á slysadeild á dag vegna hálkuslysa

Annríki hefur verið á ýmsum deildum Landspítalans þegar fólk hefur misst fótanna á svellbunkum. Átján þeirra sem komu á þriðjudaginn þurftu að fara í aðgerð eftir fall í hálku. Þeir sem detta eru á öllum aldri og af báðum kynjum.

Íslenska ríkið biðjist forláts

Fimmtán stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um afsökunarbeiðni og greiðslu skaðabóta til iðkenda Falun Gong

Blindur eftir bombuslys: „Flugeldasala eftirlitslaus“

Baldur Sigurðarson er blindur eftir flugeldaslys og krefst að Landsbjörg viðurkenni skaðabótaskyldi og beri ábyrgð. Hann hefur gengið í gegnum margar aðgerðir á augum til að endurheimta sjón og þarf að fara í margar fleiri.

Reykvíkingar skila þriðjungi minna af sorpi en fyrir áratug

Rúmlega 10.000 tonnum minna féll til af blönduðu heimilissorpi í Reykjavík í fyrra en árið 2004. Deildarstjóri hjá borginni segir mikinn hug í Reykvíkingum að flokka sorpið sitt og Bláu tunnunum undir pappír hefur fjölgað mikið síðustu ár.

Loforð við slökkviliðið ekki efnd

Slökkvilið Dalvíkurbyggðar hefur fengið heimild bæjarráðs til að nýta fé af launareikningi til að borga upp í skuld vegna kaupa á klippibúnaði árið 2011.

Varasjúkraflugvélar oft ekki til reiðu

Ríkið lækkaði kröfu um ábyrgð fyrir sjúkraflug vegna tveggja varasjúkraflugvéla sem Mýflug á að hafa. Önnur flugvélin er í eigu Norlandair og í verkefnum þar. Ekki er formlegur samningur um afnot Mýflugs af vélinni.

„Ekki á að blanda saman Ólympíuleikum og pólitík“

Framkvæmdastjóri ÍSÍ segist halda óhrædd á Ólympíuleikana í Rússlandi, þó hún sé samkynhneigð og segir athyglina eiga að beinast að þróttafólkinu. Menntamálaráðherra fordæmir mannréttindabrotin sem framin eru gegn samkynhneigðum í landinu, en hann ætlar að mæta á leikana til að styðja íslensku keppendurna.

Liggja undir skemmdum vegna rotnunar

Fnykur af rotnandi grasi hefur einkennt gróin svæði á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Ástandið er mjög alvarlegt og margir helstu knattspyrnuvellir höfuðborgarsvæðisins liggja undir skemmdum vegna þessa.

Pírötum skákað út úr stjórn Ríkisútvarpsins

Stjórnarandstaðan sakaði stjórnarliða um ólýðræðisleg vinubrögð við kosningu í stjórn Ríkisútvarpsins á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði þingflokksformann Samfylkingarinnar fara með bull.

"Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“

Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi.

Fulltrúi Framsóknar hefur afgerandi skoðanir á Ríkisútvarpinu

Guðlaugur G. Sverrisson, nýkjörinn fulltrúi Framsóknarmanna í stjórn RÚV ohf., hefur afgerandi skoðanir á starfsemi Ríkisútvarpsins og hefur undanfarin misseri tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Þar gagnrýnir hann fréttamat stofnunarinnar og fleira.

Harma uppsagnir í ráðuneytum

Stéttarfélag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðs mótmælir því sérstaklega að lítið eða ekkert samráð hafi verið haft við félagið eða trúnaðarmenn þess við undirbúning og framkvæmd þessara aðgerða.

Fjölskyldufaðir fram á sextugsaldur en heitir í dag Anna

Í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 verður rætt við Önnu Margréti Grétarsdóttur sem lifði sem fjölskyldufaðirinn Ágúst Már fram á sextugsaldur. Ég var svona tiltölulega ánægð með lífið og tilveruna, þannig lagað. Allavega út á við. Alltaf var hugurinn á yfirsnúningi útaf mínu sálarástandi.“

Mun fara fram hjá þinginu

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hélt fimmtu stefnuræðu sína í nótt í þinghúsi landsins.

Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög

"Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Íslensk kona lifði af flugslys á Grænlandi

Ingibjörg Gísladóttir lenti í flugslysi í dag og lifði af. Hrafn Jökulsson heyrði í henni eftir slysið. Hluti búslóðar Ingibjargar var um borð í vélinni, sem gjöreyðilagðist.

Sjá næstu 50 fréttir