Leiður ávani að aka hægt á vinstri akrein Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2014 12:15 Þung umferð í höfuðborginni. Umferðarmenning á Íslandi eru margt verri og óþroskaðri en á meginlandi Evrópu, ekki síst Þýskalandi. Þar í landi virða ökumenn mjög þá alkunnu staðreynd að þar sem fleiri akreinar eru en ein eigi hægfara ökumenn að halda sig hægra megin og hleypa þeim sem hraðar fara framúr vinstra megin. Mikil brögð eru að því að þetta sé ekki virt. Í margra huga hérlendis er augljóslega enginn greinarmunur gerður á vinstri og hægri akrein og fólk velur sér þá akrein sem minni umferð er á eða vegna þess að það ætlar að beygja til vinstri af aðalbraut eftir nokkra kílómetra. Engu að síður er það kennt við töku bílprófs að hægari umferð eigi að halda sig hægra megin og sú til vinstri ætluð til framúraksturs. Afleiðingar þessa leiða ávana margra Íslendinga er framúrakstur hægra megin, mikill pirringur ökumanna sem kemst ekki leiðar sinnar og hættulegri akstur fyrir vikið. Auk þess verður flutningsgeta umferðaræða minni af þessum ástæðum. Full ástæða er til að brýna þessa einföldu reglu svo liðka megi fyrir sífellt þyngri umferð um götur höfuðborgarsvæðisins sem víðar. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent
Umferðarmenning á Íslandi eru margt verri og óþroskaðri en á meginlandi Evrópu, ekki síst Þýskalandi. Þar í landi virða ökumenn mjög þá alkunnu staðreynd að þar sem fleiri akreinar eru en ein eigi hægfara ökumenn að halda sig hægra megin og hleypa þeim sem hraðar fara framúr vinstra megin. Mikil brögð eru að því að þetta sé ekki virt. Í margra huga hérlendis er augljóslega enginn greinarmunur gerður á vinstri og hægri akrein og fólk velur sér þá akrein sem minni umferð er á eða vegna þess að það ætlar að beygja til vinstri af aðalbraut eftir nokkra kílómetra. Engu að síður er það kennt við töku bílprófs að hægari umferð eigi að halda sig hægra megin og sú til vinstri ætluð til framúraksturs. Afleiðingar þessa leiða ávana margra Íslendinga er framúrakstur hægra megin, mikill pirringur ökumanna sem kemst ekki leiðar sinnar og hættulegri akstur fyrir vikið. Auk þess verður flutningsgeta umferðaræða minni af þessum ástæðum. Full ástæða er til að brýna þessa einföldu reglu svo liðka megi fyrir sífellt þyngri umferð um götur höfuðborgarsvæðisins sem víðar.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent