Innlent

Reykinn leggur yfir íbúðarhúsnæði

Haukur Viðar Alfreðsson og Kristján Hjálmarsson skrifa
Reykinn leggur yfir íbúðarhús við Snekkjuvog.
Reykinn leggur yfir íbúðarhús við Snekkjuvog. Vísir/Reynir Freyr Pétursson

„Ég var á leiðinni í golfkennslu en þurfti að hlaupa heim og loka gluggum,“ segir Börkur Valdimarsson rafvirkjameistari. Eins og fram hefur komið kom upp eldur á annarri hæð í austurenda húsnæðis skiltagerðarinnar Dengsa við Dugguvog. Reykinn leggur yfir nærliggjandi íbúðarhús, meðal annars hús Barkar sem stendur við Snekkjuvog.

„Reykurinn er svo þykkur þarna yfir. Það var einn lítill gluggi opinn inni á baði og það kom megn lykt inn til mín. Þetta gerist svo hratt ef það er opið,“ segir Börkur.

Hann segir það afar óheppilegt að ekki hafi verið tilkynnt um brunann í útvarpinu.

„Vinkona mín sem var að keyra Sæbrautina lét mig vita að reykur stæði alveg yfir húsið svo ég dreif mig heim,“ segir Börkur.

Stefanía Aradóttir er framkvæmdastýra lost.is sem er til húsa í Dugguvogi 4. „Við erum á annarri hæð og vorum beðin um að fara ekki út á götu. Við komumst ekkert út,“ segir Stefanía. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×