Innlent

Strætókort á eina og hálfa milljón

Bjarki Ármannsson skrifar
Reikna má út verð korta á straeto.is.
Reikna má út verð korta á straeto.is. Samsett mynd
Dýrasta strætisvagnakort sem hægt er að kaupa sér á stræto.is nemur tæplega einni og hálfri milljón króna. Sú upphæð kemur upp ef leitað er eftir korti sem flytur viðkomandi ótakmarkað frá Höfuðborgarsvæðinu til Hafnar í Hornafirði og gildir í níu mánuði. Upplýsingafulltrúi Strætó bs. segir ekki um prentvillu að ræða.

„Þetta er bara þannig að maður slær inn gjaldsvæði og tölvan reiknar út verð og hættir ekkert að reikna,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, en nákvæmt verð kortsins er 1,447,100 krónur. Hann segir engan vegfaranda enn hafa nýtt sér möguleikann á að kaupa strætókort fyrir þetta verð.

„Þeir sem kaupa svona kort eru oftast að ferðast tvisvar á dag,“ segir Kolbeinn. “Það er ekki hægt að fara þessa leið tvisvar á dag, því miður fyrir fjárhag Strætó. Ef allir keyptu sér svona dýrt kort, þá væri auðveldara að reka fyrirtækið.“ 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.