Fleiri fréttir

Enn ekki ljóst hvaðan hugmyndin kom

Fundur í viðskipta- og efnahagsnefnd í morgun leiddi ekki ljós hvaðan hugmyndin um 50 milljarða frískuldamark á bankaskattinn kom. Formaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögð stjórnvalda.

Sameiginleg yfirlýsing frá samböndunum

Handknattleikssamband Íslands, austurríska handknattleikssambandið og evrópska handknattleikssambandið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi ummæli Björns Braga Arnarsonar í EM-stofunni á RÚV.

Dýrara í sund

Fullorðinsgjald í sundlaugar Reykjavíkur hækkaði um 9 prósent um áramótin eða um 50 krónur þrátt fyrir yfirlýsingu borgarráðs um að halda aftur af verðhækkunum.

Sakar Árna Pál um ógeðfellda pólitík

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sakaði Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar um að stunda ómerkilega og ógeðfellda pólitík í MP-banka málinu.

Máli Baldurs vísað frá

Mannréttindadómstóll Evrópu mun ekki fjalla um mál Baldurs Guðlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra.

HSÍ fundar með Austurríkismönnum

Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag vegna ummæla Björns Braga.

Hefja álagningu stöðubrotsgjalda við Keflavíkurvöll

Nú hefur verið tilkynnt að Bílastæðasjóður Sandgerðisbæjar hafi um áramótin hafið álagningu stöðubrotsgjalda á ökumenn bifreiða sem leggja bílum sínum ólöglega við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Á barmi samninga við útlenda rafmagnsrisa

Margur hefði látið kjurt liggja - en ekki Hilmir Ingi Jónsson, rafvirki sem fékk hugmynd að nýjum rafmagnsbúnaði þar sem hann var að laga rafmagnið heima hjá ömmu sinni.

Segja Þorstein ekki eiga Vatnsendaland

Þorteinn Hjaltested krafðist þess að Kópavogsbær greiddi honum tæpa 7 króna milljarða króna fyrir vanefndir í Vatnsendamálinu. Héraðsdómur sagði málið vanreifað og vísaði því frá. Bæjarstjóri segir þetta góð tíðindi fyrir íbúa Kópavogs.

Skora á heilbrigðisyfirvöld að mæta fjárþörf Sólvangs

Hollvinasamtök Sólvangs í Hafnarfirði skora á heilbrigðisyfirvöld að meta fjárþörf Sólvangs og mæta henni svo heimilismenn geti búið við sömu lífskjör og aðrir í landinu. Í ályktuninni segir að niðurskurður hafi haft í för með sér fækkun starfsfólks á sama tíma og heimilismönnum á Sólvangi hafi fjölgað.

Móðir Mikaeels ákærð í dag

Móðir hins þriggja ára gamla Mikaeels, sem fannst látinn á föstudagskvöld eftir að mikil leit hafði verið gerð að honum, mun mæta fyrir dómara í skosku borginni Edinborg í dag, þar sem hún verður ákærð fyrir að hafa orðið syni sínum að bana.

Bæta ekki fyrir vatnsaga á lóð

Ofanflóðanefnd neitar að verða við ósk Ísafjarðarbæjar og styrkja framkvæmdir vegna vatnsaga á tveimur lóðum við Urðarveg á Ísafirði.

Tjónið í Lærdal nemur rúmum tveimur milljörðum

Tjónið af völdum brunans í Lærdal í Noregi þar sem tuttugu og þrjár byggingar og þar af sextán íbúðarhús brunnu til grunna um helgina, nemur sennilega rúmlega hundrað milljónum norskra króna, eða um tveimur milljörðum íslenskra króna.

Barist á götum Kiev

Hundruð mótmælenda héldu um helgina út á götur höfuðborgar Úkraínu þrátt fyrir ný lög sem setja strangar skorður við mótmælum.

Áhættufíkillinn James Kingston slær öll met

James Kingston eða Mustang Wanted eins og hann kallar sig er enginn venjulegur maður en hann stundar það að ferðast um heiminn og klifra upp hæstu mannvirki jarðarinnar, án hjálpartækja.

Björn Bragi baðst aftur afsökunar

Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær.

Íslendingar eru hættir að fitna

Íslendingar eru hættir að fitna. Þetta á við um bæði börn og fullorðna en ennþá er deilt um hvaða áhrif líkamsfita hefur á heilsufar fólks. Hugsanlega er betra að vera aðeins of þungur en mjög léttur.

Sjá næstu 50 fréttir