Íslendingar í Noregi: "Þetta var rosalegt ástand. Fólk öskrandi og flautandi“ Hrund Þórsdóttir skrifar 19. janúar 2014 20:00 Slökkviliðsmenn hafa barist við eldana með sjálfboðaliðum en ráða illa við aðstæður. Um 30 hús hafa brunnið til kaldra kola en gamli bærinn, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, virðist hafa sloppið. Hundruð manna þurftu að yfirgefa heimili sín. Símasamband hefur legið niðri og því ekki hægt að ná í Íslendinga sem búa í bænum en samkvæmt heimildum okkar eru þeir óhultir. Íbúi í næsta bæ segir ástandið eins og á stríðssvæði. „Eins og er fá íbúar ekki leyfi til að komast inn og skoða skemmdirnar vegna hættu á sprengingum frá gaskútum og öðru. Það er allt lokað í Lærdal,“ segir Jóhann Traustason sem býr í Efri Árdal, skammt frá Lærdal. Hann segir ástandið skelfilegt. „Það eru margir ennþá á sjúkrahúsum út af reykeitrun, þetta er bara hræðilegt.“Heiða Arsenault, sem einnig býr í Árdal, tekur undir. „Þetta var rosalegt ástand. Fólk öskrandi og flautandi í bílum að reyna að koma sér í burtu. Fólk sá ekkert fyrir reyk og svo bara enduðu allir á sjúkrahúsinu til að fá súrefni,“ segir Heiða. Móðir sambýlismanns hennar býr í Lærdal og þegar hann fór að sækja móður sína var hann fenginn til slökkviliðsstarfa og var við þau í alla nótt. „Þeir voru bara á fullu að slökkva elda og reyna að hjálpa til. Bæjarbúar eru voðalega ósjálfbjarga því þeir hafa svo lítið vatn.“ Nóttin var löng hjá Heiðu og á meðan maður hennar barðist við eldana hlustaði hún á tengdamóður sína í gegnum síma, biðja fyrir húsi sínu. Það bjargaðist með ótrúlegum hætti og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig húsin allt í kringum það loguðu um fimmleytið í nótt. „Við erum á leiðinni til Lærdal á eftir og þá munum við sjá ástandið. Ég á ekki von á fallegri sjón, eins og þetta er fallegur bær... eða, var fallegur bær.“ Tengdar fréttir Miklir eldar í norskum smábæ Allt að 30 hús stóðu í ljósum logum í nótt en miklir eldar loguðu í smábænum Lærdal í Sogn- og Firðafylki í Noregi í nótt. 52 voru lagðir inn vegna reykeitrunar. 19. janúar 2014 11:12 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Sjá meira
Slökkviliðsmenn hafa barist við eldana með sjálfboðaliðum en ráða illa við aðstæður. Um 30 hús hafa brunnið til kaldra kola en gamli bærinn, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, virðist hafa sloppið. Hundruð manna þurftu að yfirgefa heimili sín. Símasamband hefur legið niðri og því ekki hægt að ná í Íslendinga sem búa í bænum en samkvæmt heimildum okkar eru þeir óhultir. Íbúi í næsta bæ segir ástandið eins og á stríðssvæði. „Eins og er fá íbúar ekki leyfi til að komast inn og skoða skemmdirnar vegna hættu á sprengingum frá gaskútum og öðru. Það er allt lokað í Lærdal,“ segir Jóhann Traustason sem býr í Efri Árdal, skammt frá Lærdal. Hann segir ástandið skelfilegt. „Það eru margir ennþá á sjúkrahúsum út af reykeitrun, þetta er bara hræðilegt.“Heiða Arsenault, sem einnig býr í Árdal, tekur undir. „Þetta var rosalegt ástand. Fólk öskrandi og flautandi í bílum að reyna að koma sér í burtu. Fólk sá ekkert fyrir reyk og svo bara enduðu allir á sjúkrahúsinu til að fá súrefni,“ segir Heiða. Móðir sambýlismanns hennar býr í Lærdal og þegar hann fór að sækja móður sína var hann fenginn til slökkviliðsstarfa og var við þau í alla nótt. „Þeir voru bara á fullu að slökkva elda og reyna að hjálpa til. Bæjarbúar eru voðalega ósjálfbjarga því þeir hafa svo lítið vatn.“ Nóttin var löng hjá Heiðu og á meðan maður hennar barðist við eldana hlustaði hún á tengdamóður sína í gegnum síma, biðja fyrir húsi sínu. Það bjargaðist með ótrúlegum hætti og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig húsin allt í kringum það loguðu um fimmleytið í nótt. „Við erum á leiðinni til Lærdal á eftir og þá munum við sjá ástandið. Ég á ekki von á fallegri sjón, eins og þetta er fallegur bær... eða, var fallegur bær.“
Tengdar fréttir Miklir eldar í norskum smábæ Allt að 30 hús stóðu í ljósum logum í nótt en miklir eldar loguðu í smábænum Lærdal í Sogn- og Firðafylki í Noregi í nótt. 52 voru lagðir inn vegna reykeitrunar. 19. janúar 2014 11:12 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Sjá meira
Miklir eldar í norskum smábæ Allt að 30 hús stóðu í ljósum logum í nótt en miklir eldar loguðu í smábænum Lærdal í Sogn- og Firðafylki í Noregi í nótt. 52 voru lagðir inn vegna reykeitrunar. 19. janúar 2014 11:12