Ríkislögreglustjóri vinni áhættumat fyrir ferðamenn á Íslandi Svavar Hávarðsson skrifar 20. janúar 2014 07:00 Ferðamenn leita ævintýra víða og því fylgja slys með tilheyrandi hættu fyrir björgunarfólk, auk mikils kostnaðar. Fréttablaðið/vilhelm Þingmenn allra flokka vilja að unnið verði áhættumat fyrir Ísland í tengslum við ferðaþjónustu. Aukið öryggi er ekki aðeins kappsmál af augljósum ástæðum – til að fækka slysum og minnka kostnað við leitar- og björgunarstarf – heldur er um risavaxið ímyndarmál fyrir íslenska ferðaþjónustu að ræða. „Auðvitað þarf alltaf að vinna að því að tryggja öryggi ferðafólks, og lágmarka kostnað. En þetta er ekki síður skaðinn sem getur orðið fyrir ferðaþjónustuna ef alvarlegir atburðir gerast. Það getur orðið gríðarlegt áfall fyrir ferðaþjónustuna ef eitthvað alvarlegt gerist hér og það rís umræða um að við sinnum ekki öryggismálum af fullri alvöru. Tjónið sem gæti hlotist af því gæti orðið mjög mikið,“ segir Víðir Reynisson, sérfræðingur hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þingmenn allra flokka lögðu fram þingsályktunartillögu fyrir helgi um að ríkislögreglustjóri vinni áhættumat fyrir Ísland með tilliti til ferðamennsku. Markmiðið er að fækka slysum hjá sífellt stækkandi hópi ferðamanna og draga úr kostnaði samfélagsins vegna leitar- og björgunarstarfs. Víðir segir málið ekki síst aðkallandi vegna sífellt vaxandi ferðamennsku utan hins hefðbundna ferðamannatíma. „Í ljósi fjölgunar ferðamanna er nauðsynlegt að staldra við og meta hvað má gera betur.“Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður tillögunar, sagði að fengi málið brautargengi yrði það unnið í samstarfi Ferðamálastofu, Landsbjargar, Umhverfisstofnunar og annarra á vettvangi ferðamála, öryggismála og náttúruverndar. Næði málið fram að ganga yrði kannað hvort ástæða þætti til að setja sérreglur um ferðir á þeim stöðum sem falla undir efsta áhættuflokk. Hér er ekki verið að finna upp hjólið; mörg lönd hafa þegar þennan háttinn á. Svo er málum háttað á Grænlandi og Svalbarða, er tiltekið í greinargerð tillögunnar. Eins hafa Nýsjálendingar tekið þetta skref til fulls, segir Víðir. Málið er ekki heldur nýtt af nálinni í þinginu. Má segja að það sé framhald þess að Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, lagði fram stjórnarfrumvarp sem byggðist á tillögum um endurskoðun laga um skipan ferðamála en náði ekki fram að ganga.Mælt með þrískiptingu vegna hættu- Ferðamálastofa, Landsbjörg og Umhverfisstofnun unnu árið 2011 skýrsluna Öryggi á ferðamannastöðum. Stefna til 2015 – drög. Þar er lagt til að ferðamannastaðir á Íslandi verði flokkaðir í þrjá öryggisflokka. Í flokki 1 verði ferðamannastaðir í byggð, í flokki 2 ferðamannastaðir utan alfaraleiða og í flokki 3 þeir ferðamannastaðir þar sem aðgengi er erfitt. - Með tilliti til hnattstöðu Íslands, náttúrufars og veðurlags og þeirrar staðreyndar að talsvert er um slys á ferðafólki hér á landi og kostnaðar- og áhættusamir leitar- og björgunarleiðangrar í óbyggðum virðist ærin ástæða til þess að gert verði áhættumat fyrir ferðir í óbyggðum Íslands þar sem helstu áhættuþættir við slíkar ferðir verði dregnir fram og metnir.Tillaga til þingsályktunar um áhættumat vegna ferðamennsku. Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Þingmenn allra flokka vilja að unnið verði áhættumat fyrir Ísland í tengslum við ferðaþjónustu. Aukið öryggi er ekki aðeins kappsmál af augljósum ástæðum – til að fækka slysum og minnka kostnað við leitar- og björgunarstarf – heldur er um risavaxið ímyndarmál fyrir íslenska ferðaþjónustu að ræða. „Auðvitað þarf alltaf að vinna að því að tryggja öryggi ferðafólks, og lágmarka kostnað. En þetta er ekki síður skaðinn sem getur orðið fyrir ferðaþjónustuna ef alvarlegir atburðir gerast. Það getur orðið gríðarlegt áfall fyrir ferðaþjónustuna ef eitthvað alvarlegt gerist hér og það rís umræða um að við sinnum ekki öryggismálum af fullri alvöru. Tjónið sem gæti hlotist af því gæti orðið mjög mikið,“ segir Víðir Reynisson, sérfræðingur hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þingmenn allra flokka lögðu fram þingsályktunartillögu fyrir helgi um að ríkislögreglustjóri vinni áhættumat fyrir Ísland með tilliti til ferðamennsku. Markmiðið er að fækka slysum hjá sífellt stækkandi hópi ferðamanna og draga úr kostnaði samfélagsins vegna leitar- og björgunarstarfs. Víðir segir málið ekki síst aðkallandi vegna sífellt vaxandi ferðamennsku utan hins hefðbundna ferðamannatíma. „Í ljósi fjölgunar ferðamanna er nauðsynlegt að staldra við og meta hvað má gera betur.“Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður tillögunar, sagði að fengi málið brautargengi yrði það unnið í samstarfi Ferðamálastofu, Landsbjargar, Umhverfisstofnunar og annarra á vettvangi ferðamála, öryggismála og náttúruverndar. Næði málið fram að ganga yrði kannað hvort ástæða þætti til að setja sérreglur um ferðir á þeim stöðum sem falla undir efsta áhættuflokk. Hér er ekki verið að finna upp hjólið; mörg lönd hafa þegar þennan háttinn á. Svo er málum háttað á Grænlandi og Svalbarða, er tiltekið í greinargerð tillögunnar. Eins hafa Nýsjálendingar tekið þetta skref til fulls, segir Víðir. Málið er ekki heldur nýtt af nálinni í þinginu. Má segja að það sé framhald þess að Katrín Júlíusdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, lagði fram stjórnarfrumvarp sem byggðist á tillögum um endurskoðun laga um skipan ferðamála en náði ekki fram að ganga.Mælt með þrískiptingu vegna hættu- Ferðamálastofa, Landsbjörg og Umhverfisstofnun unnu árið 2011 skýrsluna Öryggi á ferðamannastöðum. Stefna til 2015 – drög. Þar er lagt til að ferðamannastaðir á Íslandi verði flokkaðir í þrjá öryggisflokka. Í flokki 1 verði ferðamannastaðir í byggð, í flokki 2 ferðamannastaðir utan alfaraleiða og í flokki 3 þeir ferðamannastaðir þar sem aðgengi er erfitt. - Með tilliti til hnattstöðu Íslands, náttúrufars og veðurlags og þeirrar staðreyndar að talsvert er um slys á ferðafólki hér á landi og kostnaðar- og áhættusamir leitar- og björgunarleiðangrar í óbyggðum virðist ærin ástæða til þess að gert verði áhættumat fyrir ferðir í óbyggðum Íslands þar sem helstu áhættuþættir við slíkar ferðir verði dregnir fram og metnir.Tillaga til þingsályktunar um áhættumat vegna ferðamennsku.
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira