Innlent

Á barmi samninga við útlenda rafmagnsrisa

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
Margur hefði látið kjurt liggja - en ekki Hilmir Ingi Jónsson, rafvirki sem fékk hugmynd að nýjum rafmagnsbúnaði þar sem hann var að laga rafmagnið heima hjá ömmu sinni. Hann gat ekki hætt að hugsa um hve sniðugt það væri að amma hans, fólk og fyrirtæki gætu fengið nákvæmar upplýsingar um rafmagnsnotkun á hverri grein í húsnæði sínu. Hilmir var þá fjölskyldufaðir í fastri vinnu með tvö börn en lét samt til skarar skríða þótt það þýddi að framan af væri hann að þróa hugmynd sína á atvinnuleysisbótum í gegnum opinbera verkefnið Starfsorku.

Í dag eru Hilmir og starfsfólk hans hjá Remake Electric á barmi samninga við erlenda rafmagnsrisa um sölu á þeim búnaði sem þau hafa þróað á síðustu árum. Það endurspeglast í starfsmannahópnum. „Við hugsum glóbal,“ segir Hilmir, og til að átta sig á hvernig aðrar þjóðar haga sér og hugsa eru starfsmenn Remake frá 8 löndum, ef Vestmannaeyjar eru taldar með.

Í þáttaröðinni „Eitthvað annað“ hafa þau Lóa Pind Aldísardóttir þáttagerðarmaður og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður, fylgst með frumkvöðlum af margvíslegum toga. Fólki sem er tilbúið að stíga skrefið út úr þægindaramma launþegans, jafnvel fórna föstum mánaðarlaunum, til að freista þess að láta viðskiptahugmynd sína rætast.

5. þáttur verður á dagskrá Stöðvar 2, kl. 19:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×