Fleiri fréttir

Nasisti fæst ekki jarðsunginn

Kaþólska kirkjan í Róm harðneitar að taka þátt í að jarðsyngja og grafa þýska nasistann Erich Priebke, sem lést í stofufangelsi þar í borg á föstudaginn.

Bláskógabyggð vill inn á ljósnetskortið

Byggðaráð Bláskógabyggðar segir að enginn af þéttbýlisstöðunum þremur í sveitarfélaginu séu tilgreindir í fréttum frá Símanum um þá þéttbýlisstaði landsins sem fyrirtækið ætlar að ljósnetvæða á þessu ári.

Engin morð í New York í viku

Engin morð hafa verið framin í New York í heila viku, eða að minnsta kosti hafa engin morð verið tilkynnt til lögreglunnar þar í borg. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni í dag.

Aukið samstarf Íslands og Grænlands

Sérstök ráðherranefnd um samhæfingu starfa ráðuneyta og stofnana í málefnum Íslands og Grænlands, var kynnt á fundi sem Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti með formanni grænlensku landsstjórnarinnar, Aleqa Hammond.

Ráðherra talinn brjóta barnasáttmála í máli fatlaðs drengs

Freyja Haraldsdóttir, varaþingkona Bjartrar framtíðar og framkvæmdastýra NPA miðstöðvarinnar, segir heilbrigðisráðherra ganga þvert á barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og brjóta mannréttindi á fötluðum dreng með því að neita honum um lífsnauðsynlega þjónustu.

Þingvellir: Lifandi myndir af stærstu urriðum í heimi

Eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt iðar Öxará á Þingvöllum af lífi og þar er krökkt af sannkölluðum risafiskum. Það er mikið sjónarspil að fylgjast með þessum stærstu urriðum veraldar en fólk verður að gæta þess að þeir fái frið til að hrygna.

Stríðið gegn Tor

Lögregluyfirvöld vítt og breitt um heiminn freista þess nú að uppræta umfangsmikla fíkniefna- og barnaklámshringi á hinu svokallaða undirneti. Milljónir nota þessa þjónustu á hverjum degi.

Undarleg hegðun ökumanns - Myndband

Ökumaðurinn sem sést hér á myndbandinu að neðan er líklega með þeim verri að leggja bíl. Myndbandið var sett inn á YouTube og hefur slegið í gegn þar en yfir ein milljón manns hafa þegar horft á myndbandið.

„Afturför í málefnum náttúruverndar“

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í sérstakri umræðu á Alþingi í dag, það fela í sér mikla afturför að afnema ný sett náttúruverndarlög eins og Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra hafi boðað.

St. Jósefsspítali að breytast í draugahús

St. Jósefsspítali í Hafnarfirði er að smám saman að breytast í draugahús útaf viðhaldsleysi. Þetta kom fram í máli Margrétar Gauju Magnúsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag.

Skaut nágranna sinn með loftbyssu

Að morgni fimmtudagsins í síðustu viku var lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynnt um að skotið hafi verið úr loftriffli á hús í bænum og að líklega hafi húsráðandinn fengið eitt skot í sig.

Ráðherra útilokar ekki að skjóta svani

Mikilvægt er að draga úr tjóni kornbænda af völdum svana og gæsa en engar aðgerðir hafa verið mótaðar enn, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á Alþingi í dag. Hann sagði að gera þurfi úttekt á vandanum og skoða hvort megi nota fælingaraðgerðir eða mjög takmarkaðar skotveiðar til að verja akra bændanna.

Eina Dalmatíukind landsins

Á bænum Kaldárholti í Holtum má finna einu Dalmatíukind landsins. Hún er öll út í doppum.

Starfsmaður Skeljungs sveik út milljón

Kona var dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir fjárdrátt er hún starfaði í verslun Skeljungs í Garðabæ árið 2011.

Hér er enginn feiminn

Við sjáum líflegan kabarett, rómantískan gítarspilara, Elvis, töfrabrögð og fleiri frábær atriði en síðustu áheyrnarprufur fyrir Ísland got talent fóru fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í gær. Missið ekki af fjörugu Íslandi í dag klukkan 18:55 í kvöld.

Dæmdur fyrir að misnota kreditkort

Páll Heimisson var í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að misnota kreditkort sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Níu mánuðir eru skilorðsbundnir. Þarf að endurgreiða Sjálfstæðisflokknum rúmar nítján milljónir.

Ísmaðurinn Ötze á nítján afkomendur

Í það minnsta nítján austurrískir karlmenn sem eru lifandi í dag eru afkomendur fornmanns sem kallaður er Ísmaðurinn Ötze, og var uppi fyrir um 5.300 árum.

Vinafélag Vestur-Sahara stofnað

„Vestur-Sahara hefur verið kölluð síðasta nýlenda Afríku,“ segir Þórir Hrafn Gunnarsson, lögfræðingur og einn stofnenda félagsins.

Ekki talinn hafa vitað aldur stúlkunnar

Sá sem vildi kaupa vændi af sextán ára stúlku og kærði hana fyrir fjársvik, hefur nú verið ákærður fyrir vændiskaup. Þetta má heita vending í sérkennilegu máli.

Villisvín ræðst á vegfarendur

Villisvín eru ekki þekkt fyrir linkind í samskiptum við mannfólk, en það á einnig við um Rússa, sem hafa það undir.

Unglingspiltar beðnir um nektarmyndir

Foreldrar unglinga í Giljaskóla á Akureyri hafa fengið póst þar sem varað er við einstaklingi sem hefur sett sig í samband við drengi í skólanum á Facebook.

Enginn sektaður í Laugardalnum

Lögreglan skrifaði ekki út eina einustu sekt í Laugardalnum á föstudaginn var þegar Ísland og Kýpur mættust í undankeppni heimsmeistaramótins.

Sjá næstu 50 fréttir