Innlent

Unglingspiltar beðnir um nektarmyndir

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Giljaskóli á Akureyri
Giljaskóli á Akureyri mynd/google
Foreldrar unglinga í Giljaskóla á Akureyri hafa fengið póst frá stjórn skólans þar sem varað er við einstaklingi sem hefur sett sig í samband við drengi í skólanum á Facebook og er talinn sigla undir fölsku flaggi.

„Það er bara nafn á kvenmanni á þessum Facebook-reikningi og mynd af kannski svona fjórtán ára stúlku,“ segir Jón Baldvin Hannesson, skólastjóri Giljaskóla. „Þessi einstaklingur hefur beðið um myndir af drengjunum, jafnvel nektarmyndir, og við erum 99 prósent viss um að þetta sé gert í nafni stúlku sem er tilbúningur.“

Skólinn sendi í kjölfarið póst til allra foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ræða netöryggi við börnin sín en að sögn Jóns var málið ekki tilkynnt til lögreglu. Þá hefur skólanum borist fregnir að viðkomandi einstaklingur hafi sett sig í samband við unglinga annars staðar á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×