Ný lyfta í Skálafell?: "Þetta myndi stækka skíðasvæðið mjög mikið" Hrund Þórsdóttir skrifar 14. október 2013 18:45 Hópur sem nefnist Opnum Skálafell vill að sett verði diskalyfta upp á Skálafell, frá enda stólalyftunnar að mastrinu á toppi fjallsins. Talsmenn hans telja þetta hagkvæman og raunhæfan kost sem gæti lengt skíðavetur borgarbúa mikið. „Við sjáum þetta fyrir okkur sem sniðugan millileik á meðan ekki er til fjármagn í snjóframleiðslu, sem er náttúrulega mest aðkallandi málið fyrir skíðasvæði á suðvesturhorninu,“ segir Kári Sævarsson, forsprakki Opnum Skálafell. Kári segir skort á vatni hafa verið notaðan sem rök fyrir því að fara ekki í snjóframleiðslu í Bláfjöllum og bendir á að í Skálafelli sé nóg af vatni. Hann segir diskalyftu á toppinn hagkvæman kost til að tryggja fleiri opnunardaga á skíðasvæðum höfuðborgarinnar og Anna Laufey Sigurðardóttir, formaður skíðadeildar KR, tekur undir. „Það er alltaf snjór í skálinni fyrir ofan stólalyftuna svo þótt ekki sé hægt að opna hana vegna snjóleysis, þá er snjór til staðar þarna efst uppi. Svo gæti þetta verið fyrsta skrefið í átt að uppbyggingu í Norðurhlíðinni, sem við erum alltaf að horfa til,“ segir Anna Laufey. Þau segja norðurhlið Skálafells bjóða upp á veðursæld og mikið snjóöryggi auk þess sem ekki þurfi að fara út í landmótun. Möguleikar til uppbyggingar þar væru því miklir að þeirra mati, ekki síst ef diskalyftan væri komin á toppinn. Þau segja hægt að færa aðra af diskalyftunum neðar í fjallinu þangað upp og að þar gæti hún til dæmis nýst fjölskyldufólki, æfingakrökkum og snjóbrettafólki, sem oft geti gert mikið úr litlu. „Þetta myndi líka bæta nýtingu á fjallinu og stækka skíðasvæðið mjög mikið, því utanbrautarfólk gæti til dæmis skíðað langt út með hlíðinni,“ bendir Anna Laufey á. Hvað teljið þið að þetta gæti lengt skíðatímabilið mikið? „Við gætum byrjað starfsemi hérna um miðjan nóvember, býst ég við,“ segir Anna Laufey. „Já og sem dæmi má nefna að síðasta vetur var skafl í skálinni langt fram í maí,“ bætir Kári við. Hér má sjá facebooksíðu Opnum Skálafell Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Hópur sem nefnist Opnum Skálafell vill að sett verði diskalyfta upp á Skálafell, frá enda stólalyftunnar að mastrinu á toppi fjallsins. Talsmenn hans telja þetta hagkvæman og raunhæfan kost sem gæti lengt skíðavetur borgarbúa mikið. „Við sjáum þetta fyrir okkur sem sniðugan millileik á meðan ekki er til fjármagn í snjóframleiðslu, sem er náttúrulega mest aðkallandi málið fyrir skíðasvæði á suðvesturhorninu,“ segir Kári Sævarsson, forsprakki Opnum Skálafell. Kári segir skort á vatni hafa verið notaðan sem rök fyrir því að fara ekki í snjóframleiðslu í Bláfjöllum og bendir á að í Skálafelli sé nóg af vatni. Hann segir diskalyftu á toppinn hagkvæman kost til að tryggja fleiri opnunardaga á skíðasvæðum höfuðborgarinnar og Anna Laufey Sigurðardóttir, formaður skíðadeildar KR, tekur undir. „Það er alltaf snjór í skálinni fyrir ofan stólalyftuna svo þótt ekki sé hægt að opna hana vegna snjóleysis, þá er snjór til staðar þarna efst uppi. Svo gæti þetta verið fyrsta skrefið í átt að uppbyggingu í Norðurhlíðinni, sem við erum alltaf að horfa til,“ segir Anna Laufey. Þau segja norðurhlið Skálafells bjóða upp á veðursæld og mikið snjóöryggi auk þess sem ekki þurfi að fara út í landmótun. Möguleikar til uppbyggingar þar væru því miklir að þeirra mati, ekki síst ef diskalyftan væri komin á toppinn. Þau segja hægt að færa aðra af diskalyftunum neðar í fjallinu þangað upp og að þar gæti hún til dæmis nýst fjölskyldufólki, æfingakrökkum og snjóbrettafólki, sem oft geti gert mikið úr litlu. „Þetta myndi líka bæta nýtingu á fjallinu og stækka skíðasvæðið mjög mikið, því utanbrautarfólk gæti til dæmis skíðað langt út með hlíðinni,“ bendir Anna Laufey á. Hvað teljið þið að þetta gæti lengt skíðatímabilið mikið? „Við gætum byrjað starfsemi hérna um miðjan nóvember, býst ég við,“ segir Anna Laufey. „Já og sem dæmi má nefna að síðasta vetur var skafl í skálinni langt fram í maí,“ bætir Kári við. Hér má sjá facebooksíðu Opnum Skálafell
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira