Innlent

Skaut nágranna sinn með loftbyssu

Frá Vestmannaeyjum
Frá Vestmannaeyjum
Að morgni fimmtudagsins í síðustu viku var lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynnt um að skotið hafi verið úr loftriffli á hús í bænum og að líklega hafi húsráðandinn fengið eitt skot í sig.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu bárust böndin fljótlega af nágranna mannsins og var hann handtekinn skömmu síðar.

Við leit á heimili hans fannst loftriffill ásamt svokölluðum „bikurum“ sem notaðar eru til að skjóta úr loftbyssum.

Ástæðan fyrir skotárásinni var ósætti á milli nágrannana en báðir voru undir áhrifum áfengis þegar atvikið átti sér stað.

Ekki var um tjón að ræða né alvarleg meiðsli og er málið að mestu talið upplýst, að sögn lögreglu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×