Innlent

Ráðherra talinn brjóta barnasáttmála í máli fatlaðs drengs

Í kvöldfréttum stöðvar tvö í gær sagði frá máli Ragnari Emils Hallgrímssonar, sex ára dreng með hrörnunarsjúkdómin SMA.

Eðli sjúkdómsins er, meðal annars, slíkt að lungu Ragnars virka ekki sem skildi og því þarf hann sólahringsumönnunn fagaðila, eða einhvers sem vel þekkir til hans og sjúkdómsins.

Heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um að veita Ragnari og fjölskyldu hans ekki fjárveitingu til þess að halda úti hjúkrunarfræðingi sem fylgir honum til skóla. Móðir hans Aldís Sigurðardóttir, sem hefur sjálf verið að mæta með Ragnari í skólann svo hann missi ekki úr, hyggst stefna ríkinu fyrir brot á mannréttindum drengsins. Hún furðaði sig jafnframt á því hve sveigjanleg skólaskyldan er þegar kemur að fötluðum börnum.

Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdastýra NPA miðstöðvarinnar tekur undir með móðir drengsins. En hún hefur haft mál hans til meðferðar. 

Hægt er að sjá viðtalið við Freyju í meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×