Villisvín ræðst á vegfarendur Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2013 12:35 Mjög skrítin myndskeið sjást reglulega frá umferðinni í Rússlandi og hér er engin undantekning frá því. Aldrei þessu vant er það ekki beint af grimmri og miskunnarlausri umferðarmenningunni þar heldur úr sveitum Rússlands þar sem meðal annars finnast villisvín með ákveðnar skoðanir. Villisvínið sem hér kemur við sögu er ekkert sérlega vel við það fólk sem á vegi þess verður og ræðst á það, enda eru villisvín ekki þekkt fyrir linkind í samskiptum við mannfólk. Það má reyndar einnig segja um Rússa, enda tekur einn þeirra til þess ráðs að lemja villisvínið með vaski sem hann finnur nærliggjandi og hefur á endanum svínið undir. Í kjölfar þess ekur sá bíll sem myndavélin er í yfir svínið til að tryggja það að árásum þess linni. Ástæða er til að vara þá við sem ekki vilja vera vitni að þessum endalokum villisvínsins. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent
Mjög skrítin myndskeið sjást reglulega frá umferðinni í Rússlandi og hér er engin undantekning frá því. Aldrei þessu vant er það ekki beint af grimmri og miskunnarlausri umferðarmenningunni þar heldur úr sveitum Rússlands þar sem meðal annars finnast villisvín með ákveðnar skoðanir. Villisvínið sem hér kemur við sögu er ekkert sérlega vel við það fólk sem á vegi þess verður og ræðst á það, enda eru villisvín ekki þekkt fyrir linkind í samskiptum við mannfólk. Það má reyndar einnig segja um Rússa, enda tekur einn þeirra til þess ráðs að lemja villisvínið með vaski sem hann finnur nærliggjandi og hefur á endanum svínið undir. Í kjölfar þess ekur sá bíll sem myndavélin er í yfir svínið til að tryggja það að árásum þess linni. Ástæða er til að vara þá við sem ekki vilja vera vitni að þessum endalokum villisvínsins.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent