Innlent

Reykvíkingar borga meira vegna fjárhagsaðstoðar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Áslaug segir viðhorf Vinstri grænna til atvinnulífsins vera ótrúleg en í þetta skiptið nái þau sérstökum hæðum, þegar samheiti yfir þá sem eru í atvinnurekstri sé „óprúttnir kapítalistar“.
Áslaug segir viðhorf Vinstri grænna til atvinnulífsins vera ótrúleg en í þetta skiptið nái þau sérstökum hæðum, þegar samheiti yfir þá sem eru í atvinnurekstri sé „óprúttnir kapítalistar“.
Að sögn Áslaugar Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, borgar hver fjölskylda í Reykjavík um 440 prósentum meira að meðaltali vegna fjárhagsaðstoðar en hver fjölskylda á Akureyri og um 250 prósent meira en hver fjölskylda í Hafnarfirði. Hún segir tölurnar tala sínu máli og ljóst sé að endurskoða þurfi hvernig borgin ætlar að taka á málum. Ábyrgðin sé meirihlutans.

Áslaug segir að málflutningur Þorleifs Gunnlaugssonar, fulltrúa Vinstri grænna sé ótrúlegur. En í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Þorleifi að óprúttnir atvinnurekendur væru ástæða lárra launa og að þau væru enn lægri ef Sjálfstæðisflokkurinn væri við völd.

Áslaug segir viðhorf Vinstri grænna til atvinnulífsins vera ótrúleg en í þetta skiptið nái þau sérstökum hæðum, þegar samheiti yfir þá sem eru í atvinnurekstri sé „óprúttnir kapítalistar“.

Þegar skoðað sé hverjir það eru sem borgi lægstu launin komi í ljós að það séu sveitarfélög eins og Reykjavík. Hún segir að það sé ástæða til að benda á það að Vinstri græn stundi ósanngjarna og órökrétta gagnrýni á fyrirtæki á almennum markaði og telji að þar séu á ferðinni fólk sem hafi enga sómatilfinningu. Þessi rökstuðningur nái ansi skammt í ljósi þessi að í þeirra eigin stjórnartíð þótti þeim engin ástæða til að draga úr einkarekstri enda um mjög hagkvæmar einingar að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×