Innlent

Eldur í djúpsteikingarpotti

Tilkynnt var um eld í Select búðinni í Suðurfelli rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Þar hafði kviknað eldur í djúpsteikingarpotti. Ekki var um alvarlegan bruna að ræða og þegar lögregla og slökkvilið mættu á staðinn var búið að slökkva eldinn og engar skemmdur urðu á húsnæðinu.

Þá stöðvaði lögregla tvo ökumenn í nótt grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þeir voru báðir látnir lausir að lokinni blóðtöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×