Innlent

Foreldrar sem láta ekki bólusetja börn sín ábyrg fyrir útbreiðslu sjúkdóma

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Margrét Guðnadóttir veirufræðingur segir foreldra þurfa aukna fræðslu um skaðsemi sjúkdóma sem bólusett er gegn.
Margrét Guðnadóttir veirufræðingur segir foreldra þurfa aukna fræðslu um skaðsemi sjúkdóma sem bólusett er gegn. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
„Sjúkdómarnir og hræðilega afleiðingar þeirra gleymast náttúrulega þegar búið er að bólusetja almennilega á landinu,“ segir Margrét Guðnadóttir veirufræðingur og fyrrverandi prófessor í sýklafræði sem hefur unnið alla sína starfstíð við bólusetningar og val á bóluefnum í samstarfi við Landlæknisembættið.

„Hér áður fyrr þekkti fólk til þessara alvarlegu sjúkdóma og var þakklátt fyrir bólusetningu enda man ég ekki eftir því að einhverjir hafi hafnað henni.“

Margrét hefur miklar áhyggjur af þeirri þróun að fleiri foreldrar virðast hafna bólusetningu samkvæmt nýrri skýrslu sóttvarnarlæknis og segir það stórmál. „Við Íslendingar eigum gott með að verja okkur. Þeir sem mæta ekki með börnin í bólusetningu bera ábyrgð á því ef hér breiðast út sjúkdómar.

Margrét segir mögulega ástæðu þess að foreldrar hafni bólusetningum að þeir skilji ekki um hve alvarlega sjúkdóma er að ræða enda hefur þeim verið haldið niður árum saman með bólusetningum. En á meðan sjúkdómarnir eru enn til í heiminum þá geti þeir borist til landsins. Hún segir vandamálið vera skort á fræðslu. „Fólk vill gera það besta fyrir börnin sín og því tel ég að ónæg fræðsla sé vandamálið.“

Samkvæmt nýrri skýrslu sóttvarnarlæknis er minnst þátttaka í tólf mánaða og fjögurra ára bólusetningum árið 2012. Að mestu leyti er verið að bólusetja gegn sömu sjúkdómum í þessum tveimur bólusetningum.

Í meðfylgjandi töflu er tilgreint hvaða sjúkdómar þetta eru og hvaða afleiðingar þeir geta haft í för með sér:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×