Fleiri fréttir

Dóphneyksli skekur íþróttaheim Ástralíu

Mikið hneyksli skekur nú íþróttaheiminn í Ástralíu en ný rannsókn þarlendis sýnir að notkun ólöglegra lyfja er útbreidd innan nær allra íþróttagreina sem stundaðar eru í landinu.

Byggja fjölda leiguíbúða í borginni

Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar hefur kortlagt hvaða möguleikar eru á byggingu íbúða innan borgarlandsins. Niðurstaðan er sú að á næstu þremur til fimm árum verða reistar 2.500 íbúðir miðsvæðis í Reykjavík. Fram til ársins 2030 verða íbúðirnar 14.500.

Bið eftir aðgerð lengdist úr fimm vikum í 16 mánuði

Alls höfðu 2.284 beðið í þrjá mánuði eða lengur eftir því að komast í aðgerð á einhverju sjúkrahúsa eða heilbrigðisstofnana landsins í október í fyrra. Milli ára hafði fjölgað um 49,1 prósent á biðlistanum eftir því að komast í aðgerð. Á sama tíma árið 2011 biðu 1.532 eftir aðgerð.

Feimnismál að biðja um herbergi dagpart

Íslensk hótel leigja sum hver út herbergi frá morgni fram á síðdegi eins og færst hefur í vöxt á hótelum víða um heim. Þessi kostur er til dæmis í boði hér á landi á Radisson Blu Hótel Sögu, en starfsmaður þar segir ekki mikið sótt í slíkt.

Loka deild vegna sýkingar

Blóðlækningadeild Landspítalans var lokað í gær vegna bakteríusýkingar sem greindist á deildinni. Stofn bakteríunnar sem greindist er ónæmur fyrir sýklalyfjum. Hann er landlægur á spítölum erlendis en sjaldgæfur hér á landi.

Blindir rekast á hindranir í háskóla

Blindir og sjónskertir nemendur virðast mæta meiri takmörkunum í háskólanámi en aðrir hópar fatlaðra. "Í áratug hið minnsta hefur enginn blindur eða sjónskertur lokið hér háskólanámi,“ segir Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í félags- og mannvísindadeild Háskólans. Í nýrri rannsókn, sem hún vinnur að með Knúti Birgissyni doktorsnema, er sjónum beint sérstaklega að möguleikum blindra og sjónskertra til háskólanáms.

Starfsfólk upplifði erfiðleika í sorgarferli

Starfshópur frá grunnskólanum í Engidal og leikskólanum Álfabergi í Hafnarfirði leggja til að sameiningu Engidalsskóla við Víðistaðaskóla verði slitið og að fyrrnefndu skólarnir verði sameinaðir í staðinn.

Fækkun bjóði ríkið ekki betur

Hjúkrunarfræðingar segja boðaða launahækkun samkvæmt nýjum stofnanasamningi Landspítalans nema 65 króna hækkun á tímakaupi.

Vilja ekki mannlausar njósnavélar

Þingmenn Demókrataflokksins frá að minnsta kosti ellefu ríkjum Bandaríkjanna vilja banna notkun ómannaðra flugfara, svipaðra þeim sem notuð hafa verið af bandarísku leyniþjónustunni til njósna og árása í Pakistan, Afganistan, Jemen og fleiri stöðum fjarri Bandaríkjunum.

Dræmur stuðningur íhaldsins

Yfirgnæfandi meirihluti breskra þingmanna samþykkti á þriðjudag lög um hjónabönd samkynhneigðra. Alls greiddu 400 þingmenn neðri deildar lögunum atkvæði sitt en 175 voru á móti.

Áfangasigur fyrir Nerdrum

Hæstiréttur í Noregi vísaði skattsvikamáli gegn listamanninum Odd Nerdrum aftur til millidómstigs í gær, en hann var í fyrra dæmdur í tæplega þriggja ára fangelsi fyrir að hafa ekki staðið skil á skattgreiðslum af sölu 32 málverka upp á fjórtán milljónir norskra króna, sem jafngildir rúmum 300 milljónum íslenskra, á árunum 1998 til 2002.

Siggi hakkari hitti FBI líka í Danmörku - Neitar að svara um fjárdráttinn

"Ætli þetta séu ekki 46 þúsund dollarar,“ segir Siggi tölvuhakkari um upphæðina sem hann á að hafa stolið af Wikileaks. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, hefur kært Sigga, sem er 20 ára gamall, fyrir fjárdrátt eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá í kvöld. Vísir ræddi við Sigga, sem er staddur erlendis þessa dagana, þar sem hann var inntur eftir afstöðu til málsins en þá svaraði hann einfaldlega: "Nó komment.“

Íslendingur vann 127 milljónir í Víkingalottói

Íslenskur Víkingalottóspilari datt heldur betur í lukkupottinn í útdrættinum í dag en hann var einn með allar tölurnar réttar og hlýtur því allan pottinn sem nam rétt tæplega 127 milljónir króna.

Lögreglan á Akureyri leitar að Grétari

Lögreglan á Akureyri lýsir eftir Grétari Guðfinnssyni til heimilis að Hlíðargötu 11 á Siglufirði. Grétar sást síðast á Siglufirði á milli klukkan 08:00 og 09:00 í morgun.

Stöðvuðu gám fullan af þýfi

Tollgæslan stöðvaði í síðustu viku vöruflutningagám, sem hafði að geyma þýfi, er átti að senda úr landi. Grunsemdir höfðu verið um að í einum gámanna sem til skoðunar voru væri að finna illa fengna muni.

Meintur barnaníðingur í farbann

Hæstiréttur Íslands felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Vesturlands yfir erlendum karlmanni sem er kærður fyrir að misnota tvær systur á árunum 2008 til 2011. Yngri stúlkan var 7 ára þegar misnotkunin átti að að hafa byrjað. Maðurinn neitar alfarið sök.

Fjarvera Árna Páls í ríkisstjórn gæti styrkt Samfylkinguna

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur að það geti styrkt Samfylkinguna fyrir kosningar að Árni Páll Árnason nýkjörinn formaður flokksins hafi ákveðið að setjast ekki í ríkisstjórn.

Minnst 10 brot áhugaljósmyndarans til rannsóknar

Minnst tíu mál eru til rannsóknar vegna karlmanns sem grunaður er um að hafa brotið gegn stúlkum, flestum undir lögaldri, með því að fá þær til að afklæðast undir því yfirskini að hann væri ljósmyndari. Brotin áttu sér stað á árunum 2010 og 2011. Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum. Í gæsluvarðhaldskröfu kemur fram að ríkissaksóknari hafi upplýst að ákæra yrði gefin út á hendur manninum, en mál hans er enn til skoðunar hjá embættinu.

Ummælin dæma sig sjálf

"Þetta snýst ekki um að við séum að fela eitthvað. Við viljum bara að rétt verð komi fram. Þeir hafa ekki í einu né neinu sinnt athugasemdum sem við höfum gert. Það gildir væntanlega um aðra aðila," segir Bjarni Friðrik Jóhannesson rekstrarstjóri Nóatúns.

Árni Páll krefst ekki ráðherrastóls

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki ætla að gera breytingar á ríkisstjórninni. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér segir hann þó að hann sé pólitískur talsmaður flokksins og beri ábyrgð á starfi flokksins í ríkisstjórn. Hann muni samkvæmt því umboði leiða stefnumörkun og starf Samfylkingarinnar innan flokks og utan, í samræmi við venju og hefðir þar um.

Fjör á Framadögum - Vísir fór í heimsókn

Nóg var um að vera í Háskólanum í Reykjavík í dag þar sem Framadagar fóru fram. Nóg var í boði, bæði popp og sælgæti, fyrir forvitna nemendur. Fyrirtæki víðsvegar um landið kynntu þá þjónustu sem þau bjóða upp á og hlustuðu nemendur af kostgæfni.

Kynfæri fimm stúlkna limlest á hverri mínútu

Í dag, 6. febrúar, er alþjóðlegur dagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna. Alþjóðlega mannréttindahreyfingin Amnesty birtir af því tilefni áhugaverðar staðreyndir í nýju myndbandi.

Andlit Ríkharðs III opinberað

Fornleifafræðingar við háskólann í Leicester hafa birt tölvugerða mynd af andliti Ríkharðs III, síðasta konungi Plantagenet ættarinnar í Englandi.

"Maður spyr sig hvort þeir hafi eitthvað að fela“

"Já, við hvetjum neytendur til þess að vera vel á verði og íhuga það vandlega hvort það sé ástæða til þess að beina viðskiptum sínum annað en til aðila sem ekki treysta sér til þess að hleypa fulltrúm neytenda inn í verslanir sínar,“ segir hagfræðingur ASÍ.

Gríðarleg sprengja í tilkynningum um kynferðisbrot

Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að gríðarleg sprenging hafi orðið síðustu vikur í tilkynningum fólks um kynferðisbrot. Hann segir brotin verða grófari með hverju árinu og minnir á að lögreglan rannsaki öll mál, óháð því hvort þau séu fyrnd.

Bókanir fyrir ráðstefnur í Hörpu aukast um helming

Bókanir fyrir ráðstefnur árið 2013 eru um 55% meiri en þær voru á nýliðnu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu en Harpa hefur tvö tekjusvið. Annars vegar tónlistarhluta og hins vegar þann hluta sem einbeitir sér að því að leigja út aðstöðu fyrir ráðstefnur, fundi, viðburði og veislur. Forsvarsmenn Hörpu segja að innlendi markaðurinn, á sviði funda og veisluhalda, hefur tekið vel við sér en mestu munar um fjölþjóðlegar ráðstefnur; má búast við því að hátt í 15 slíkar verði haldnar í Hörpu árið 2013.

Segja mælingar ASÍ villandi fyrir neytendur

Forsvarsmenn Hagkaups hafa ákveðið að hætta þátttöku í verðkönnunum Alþýðusambands Íslands, ASÍ. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir árangurslausar athugasemdir við framkvæmd og framsetningu þeirra um langt skeið.

Biðin kostar 104.000 kr. árlega

Flestar borgir í Bandaríkjunum eru þéttsetnar bílaumferð og almenningur eyðir miklum tíma og fjármunum í bið til að komast leiðar sinnar. En hvað skildi það kosta meðalmanninn? Umferðarstofnunin A&M í Texas hefur reiknað þetta út og komist að því að sá kostnaður nemur að meðaltali 818 dollurum á ári fyrir hvern ökumann, eða 104.000 krónum. Er þá bæði eldsneytiskostnaður og tapaður tími innifalinn. Auk þess hlýst af þessu gríðarmikil mengun. Af öllum borgum Bandaríkjanna er ástandið verst í Washington. Þar tekur það um 3 klukkutíma að komast leið sem tæki 30 mínútur ef engin væri umferðin. Pensacola í Flórída er best borga hvað þetta varðar og þar þurfa ökumenn ekki að eyða nema 39 mínútum í sama ökutúr, eða aðeins 9 mínútum í bið. Að meðaltali tekur Bandaríkjamann 1,5 klukkutíma að komast leið sem tæki 30 mínútur í engri umferð. Við alla þessa bið eyða Bandaríkjamenn 5,5 milljörðum klukkustunda á ári og 121 milljarði dollara. A&M stofnunin hefur safnað umferðargögnum í 30 og vinnur að því að minnka þennan tíma og leysa umferðarhnúta um allt landið. Á eftir höfuðborginni Washington er ástandið verst í borgunum Los Angeles, San Francisco, New York, Boston, Houston, Atlanta, Chicago, Philadelphia og Seattle. Bandaríkjamenn eyða 11 milljörðum lítra af eldsneyti fastir í umferðinni. Það er því til mikils að vinna að greiða fyrir umferð í landi bílanna.

Sjá næstu 50 fréttir