Fleiri fréttir

Viðgerð lokið í SímaVIST

Sérfræðingar Símans vinna nú hratt og örugglega að því að greina og gera við bilun í tal- og farsímum þeirra sem eru í SímaVIST og á ljósleiðarasvæðum Símans. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum hafa viðskiptavinir með skráð tölvupóstfang fengið tölvupóst um stöðuna.

Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna

Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1.

Síldarævintýrið í máli og myndum

Ekki færri en fjörutíu krakkar úr grunnskólanum á Grundarfirði, í fylgd hóps fullorðinna, unnu að síldartínslu í Kolgrafafirði í gærmorgun. Allt að 25 tonn af síld voru komin í kör um hádegi og þeim ekið í átt til Sandgerðis þar sem fyrirtækið Skinnfiskur mun nýta síldina sem minkafóður. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari skellti sér vestur í gær og fylgdist með því sem fram fór.

Nýr keppnisbíll MacLaren

McLaren kynnti í síðustu viku nýjan Formúlu 1 keppnisbíl sinn sem þeir kalla MP4-28. Athygli vekur að bíllinn er svo til alveg eins í útliti og síðasti bíll og málaður alveg eins. En undir yfirborðinu leynast ýmsar breytingar og þrátt fyrir að síðasti bíll sé núverandi sigurvegari í Formúlu 1 eru breytingarnar miklar og metnaðarfullar. Fjöðrunin að framan er “pull-rod”-gerðar eins og í keppnisbíl Ferrari, en öndvert við síðasta bíl MacLaren. Hliðar bílsins og botn hafa breyst nokkuð. MacLaren vonar að breyting verði á því, frá síðasta keppnistímabili, að fyrirtækið eigi hraðskreiðasta bílinn í upphafi og enda þess, en eigi svo fullt í fangi við að halda í keppinautana þar á milli. Nú sé komið að því að bíll þeirra sé sá besti allt keppnistímabilið. Það gæti þýtt enn meiri breytingar á bílnum á keppnistímabilinu. Ökumenn MacLaren á næsta keppnistímabili verða Jenson Button, sem leiðir liðið eftir brotthvarf Lewis Hamilton sem fór til Mercedes og Sergio Perez sem var áður hjá Sauber liðinu.

Margir nýta sér síldina í Kolgrafarfirði

Búist er við að síldarævintýrið haldi áfram í Kolgrafafirði í dag og að félagasamtök muni safna þar síld til sölu og vinnslu í minkafóður. Sjómenn hafa líka verið að sækja þangað síld til beitu og bændur til fóðurbætis.

Handritum laumað burt í skjóli nætur

Aldraður bókasafnsvörður í Timbuktu hafði komið stærstum hluta dýrmætra fornrita í öruggt skjól þegar íslamistar kveiktu í bókasafni borgarinnar fyrir hálfum mánuði. Fáir vissu af þessu, ekki einu sinni flest starfsfólk safnsins.

Brot gegn börnum hafa kallað á hömlulaus viðbrögð

Lögregla verður vör við að fólk reyni að taka lögin í sínar hendur. Félagsfræðingur rekur ástandið aftur til samfélagsbreytinga frá því fyrir hrun. Nauðsynlegt sé þó að beisla reiðina og treysta á að kerfið virki.

Ungmenni sögð flýja ágengni fíkniefnasala

Formaður Drífandi stéttarfélags í Vestmannaeyjum segir fíkn hafa verið vandamál hjá Vinnslustöðinni. Fíkniefnasalar beini sjónum að ungmennum og sumir foreldrar leyfi þeim ekki að starfa hjá fyrirtækinu. Starfsfólkið hafi kvartað.

Gæti þurft að senda sjúklinga til útlanda

Hjúkrunarfræðingar sem sagt hafa upp störfum við Landspítalann hafa fram í byrjun næstu viku til að sjá sig um hönd. Ekki næst saman í samninganefnd um endurskoðun stofnanasamnings. Spítalinn undirbýr einhliða breytingar á kjörum.

Egill vill þrjár milljónir í bætur

Egill Einarsson hefur stefnt þremur ungmennum fyrir meiðyrði og krafið hvert þeirra um eina milljón króna í miskabætur. Málin eru höfðuð vegna ummæla sem féllu um meint kynferðisbrot hans, sem ríkissaksóknari felldi niður í fyrra.

VR kynnir nýtt vopn í jafnréttisbaráttunni

VR hefur þróað svokallaða Jafnlaunavottun, sem ætluð er fyrirtækjum og stofnunum, þar sem launagreiðendum gefst tækifæri til að sýna svart á hvítu að launastefna þeirra og mannauðsstjórnun mismuni ekki körlum og konum.

Bætt við 150.000 loðnutonnum

Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra hefur á grundvelli tillagna Hafrannsóknastofnunar ákveðið að heimila veiðar á 150 þúsund tonnum af loðnu til viðbótar við áður útgefnar aflaheimildir.

Sveppur herjar á kaffiplöntur

Í vetur hefur ryðsveppur herjað af miklu kappi á kaffiplöntur í Mið-Ameríku með þeim afleiðingum að þriðjungur kaffiuppskerunnar er í hættu.

Brot telst fullframið þótt níðingur hitti aldrei barnið

Nokkur mál eru til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglu þar sem skoðað er hvort menn hafi brotið gegn nýju ákvæði í hegningarlögum um tælingu barna í gegn um netið. Samkvæmt ákvæðinu telst brot fullframið þó níðingur hitti aldrei barnið.

"Ólýsanlegt að faðma hann á ný“

Líðan fimm ára gamla drengsins, sem bjargað var úr klóm mannræningja í gær eftir vikudvöl í neðanjarðarbyrgi í Alabama-fylki í Bandaríkjunum, er góð að því er AP-fréttastofan hefur eftir fjölskyldumeðlimum.

Heimildarmynd um barnaníðinga

Louis Theroux hefur getið sér gott orð í heimildarmyndagerð. Honum þykir takast vel að kafa djúpt í þau mál sem eru til umfjöllunar hverju sinni, kynnast viðmælendum sínum en um leið halda hlutleysi sínu við heimildarmyndagerðina.

Spítalinn stæði frammi fyrir gagngerri endurskoðun

"Að sjálfsögðu er það mjög alvarlegt þegar svo stór hópur mjög þjálfaðra og vel menntaðra starfsmanna ákveður að yfirgefa störf sín á stærsta sjúkrahúsi landsins eins og er í umræðunni núna,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir.

Löglegir sjússamælar ófáanlegir

"Allir sem eru í þessu til langtíma fagna eftirliti, hvort sem það eru reglur eða kannanir. Við viljum fylgja þeim,“ segir veitingamaðurinn Arnar Þór Gíslason.

Vin Diesel á Dodge Charger Daytona í Fast And The Furious

Það verður ekki bara ofursprækur Nissan GT-R bíll sem fær hlutverk í næstu Fast And The Furious kvikmynd, sem verður sú sjötta í röðinni, heldur mun Van Diesel spretta um göturnar á Dodge Charger Daytona bíl í myndinni. Það er afar viðeigandi í ljósi fyrri mynda, því Vin Diesel hefur oft ekið á bandaríksum kraftabílum í myndunum. Þessi nýja mynd kemur til sýninga í maí á þessu ári og bíða verður sýninga á henni til að sjá hvort hann verður búinn nitro-búnaði til að auka afl hans eða hvaða aðrar breytingar verða gerðar á honum til að halda í við þá breyttu japönsku ofurbíla sem hann ávallt er að kljást við í Fast And The Furious myndunum.

Sannkölluð síldarstemning

Sannkölluð síldarstemning myndaðist í fjörunni í Kolgrafafirði í morgun þegar hópur ungmenna mætti þar til að tína dauða síld upp í kör. Þau náðu að fylla fimmtíu og eitt kar á tveimur tímum og sást varla högg á vatni.

Öldurnar í Landeyjahöfn festar á filmu

Herjólfur hefur ekki siglt frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja síðan 9. desember. Myndband, sem Guðmundur Alfreðsson áhugaflugmaður tók úr vél sinni í gær, sýnir aðstæður í Landeyjahöfn í gær.

Ferrari og Maserati vélar í Alfa Romeo

Fiat er svo umhugað að koma Alfa Romeo aftur á kortið að það ætlar að fá Ferrari og Maserati við að aðstoða Alfa Romeo við vélasmíði í nýja bíla sína. Þessi fyrirtæki tilheyra öll Fiat samstæðunni. Fiat ætlar að setja Guilia bílinn og tveggja sæta "roadster" sportbíl á markað á næsta ári í viðbót við Alfa Romeo 4C sportbíl sem lengri bið verður eftir. Bætast þessir bílar við fyrri gerðirnar MiTO og Guilietta. Sergio Marchionne forstjóri Fiat hefur látið hafa eftir sér að stærsta vandamál Alfa Romeo sé að framleiða vélar sem eru þess verðar að vera í bílum með merki Alfa Romeo.

Seðlabankinn keypti 25 milljónir evra

Seðlabankinn keypti 25 milljónir evra í dag í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í ríkisverðbréfum. Jafnframt keypti Seðlabankinn íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Útboðin voru liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011. Þetta má einnig sjá í skilmálum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt fjárfestingarleið að losun gjaldeyrishafta með síðari breytingum frá 18. nóvember 2011.

Eldur í Álftamýri

Hús að Álftamýri var rýmt eftir klukkan þrjú í dag þegar eldur kom upp í uppþvottavél. Slökkvilið var kallað að staðnum en búið var að slökkva mestan eldinn þegar slökkvilið kom á staðinn. Slökkviliðsmenn luku svo við verkið. Slökkvistarfið gekk greiðlega og eftir það var hafist handa við reykræstingu.

Kosningamál í Noregi gæti seinkað olíuleit við Jan Mayen

Deilur um hvort leyfa eigi olíuleit við Lófót og í Vesturál hafa blossað upp í Noregi eftir að stefnuskrárnefnd Verkamannaflokksins, flokks Jens Stoltenbergs forsætisráðherra, ákvað að leggja til við flokksþing í apríl að flokkurinn styddi að hafsvæðið yrði opnað til leitar á næsta kjörtímabili. Málið er líklegt til að verða eitt helsta kosningamálið í norsku þingkosningunum þann 9. september í haust. Úrslitin gætu haft áhrif á hversu hratt verði farið í olíuleit við Jan Mayen og á íslenska Drekasvæðinu.

Mercedes Benz kaupir 12% í kínversku bílafyrirtæki

Í síðustu viku keypti Daimler AG, móðurfélag Mercedes Benz 12% hlut í Bejing Automotive Group (BAIC) fyrir 111 milljarða króna og fær með því tvo menn í stjórn þess. Kaup þess eru liður í þeim áformum Mercedes að ná keppinautum sínum á lúxusbílamarkaði aftur, það er BMW og Audi. Það hefur sviðið mjög hjá Daimler að Mercedes hafi tapað á síðustu árum forystunni í sölu á lúxusbílum, en BMW tók framúr þeim í magni árið 2005 og Audi árið 2011. Því ætlar Mercedes að breyta og ná aftur forystunni fyrir enda þessa áratugar. Þessi nýju kaup eiga að tryggja betri aðgang að kínverskum bílamarkaði fyrir bæði Mercedes og BAIC og að auðveldara verði fyrir þau bæði að keppa á þeim vaxandi markaði. Tapaði forystunni í lúxusbílasölu Í Kína seldi Audi 406 þúsund bíla í fyrra og jók söluna um 30% milli ára á meðan Mercedes jók hana aðeins um 1,5% og náði 196 þúsund bíla sölu þar. BMW náði hinsvegar mestri aukningu, 40% og seldi 303 þúsund bíla. Því eru blikur á lofti fyrir Mercedes Benz á þessum mikilvæga markaði og ljóst að eitthvað róttækt varð að gera. Í hinum hrynjandi markaði í Evrópu eru vaxtatækifærin helst á nýmörkuðum og þar spilar Kína stærstan þátt. BAIC á meirihlutann í Bejing Benz Automotive Co. verksmiðjunni í Peking sem framleiðir Mercedes C- og E-class bíla og GLK jeppann. BAIC framleiðir einnig bíla í Kína fyrir Hyundai. Daimler og BAIC hafa einnig bundist samstarfi um söluumboð sín í Kína og sameina nú sjálfstæð umboð hvers um sig.

Ekki búið að ákveða hvort sýknudómi verði áfrýjað

Ríkissaksóknari hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort að sýknudómi yfir Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, verði áfrýjað til Hæstaréttar. Áfrýjunarfrestur í málinu rennur út 28. febrúar næstkomandi.

Íslendingar sakaðir um mannréttindabrot vegna fangaflutninga

Íslendingar eru í hópi 54 ríkja sem heimiluðu bandarískum stjórnvöldum að fljúga með fanga um lofthelgi Íslands og/eða afnot af flugvöllum á Íslandi. Þetta fullyrða mannréttindasamtökin Open Society Justice Initiative (OSJI) í nýrri skýrslu sem Guardian vitnar í.

Fersk kynslóðarbreyting á Honda CR-V

Einn alvinsælasti jepplingur síðustu ára á Íslandi er Honda CR-V. Það sem meira er, hann er langvinsælasti jepplingur í Bandaríkjunum og slær léttilega við heimabílunum Ford Escape og jeppanum Ford Explorer og seldist í meira en 300.000 eintökum á síðasta ári. Hann er þekktur fyrir áreiðanleika og fátíðar bilanir og endist von úr viti. Svo vel hefur hann endst hér á landi að 98% allra CR-V bíla sem selst hafa frá upphafi sölu hans eru enn á götunum. Það er því greinilega nokkuð varið í þennan bíl og svo var reyndar raunin er honum var reynsluekið á dögunum. Var þar um að ræða nýja kynslóð bílsins af árgerð 2013. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á bílnum og allar til að gera góðan bíl betri. Virkar stærri en forverinn en er minni Í fyrsta lagi er bíllinn fallegri að utan, en fyrri kynslóð hans var orðin nokkuð á eftir og breytingar því tímabærar. Hann er allur rennilegri og greinilega hefur verið unnið ríkulega í loftflæði hans, allt til að minnka eyðslu bílsins. Honda hefur þó ekki dottið í þann pitt að gera hann svo sportlegan að minnka gluggalínu hans, eins og og við svo marga nýja bíla í dag. Það verður gjarnan til þess að útsýni úr bílnum, sérstaklega úr aftursætum, skerðist mjög. Annar pittur sem Honda féll ekki í var að gera bílinn stærri, heldur þvert á móti er bíllinn aðeins minni þó að útlitið bendi til þess þveröfuga. Vel útfærð verkfræðileg hönnun hans innanborðs hefur hinsvegar gert það að verkum að hann er rýmri en forverinn og á það við um öll mál hans. Meira rými fyrir ökumann sem og aftursætisfarþega auk hins flata gólfs í afturhluta bílsins skapar góða rýmistilfinningu. Eftirtektarvert er gott fótarými afturí. Skottrými er yfrið og ætti að duga flestum til ferðalaga. Í dýrustu Executive útgáfu bílsins kemur hann með gullfallegum leðursætum og ýmislegt annað góðgæti fylgir þá með eins og rafstýrt ökumannssæti, glerþak, rafstýrður afturhleri og lyklalaust aðgengi og ræsing. Fín innrétting en of mikil notkun ódýrari gerðar plasts Geymslurými öll eru til fyrirmyndar og í miðjustokki eru gríðarlega rúmmiklar geymslur og geta hæglega látið kvenmannsveski hverfa. Ekki er skortur á glasahöldurum. Fimm tommu upplýsingaskjár gefur mælaborðinu snaggaralegan svip þó stærri skjáir prýði margan bílinn í dag. Á skjánum má stýran öllum fjáranum í bílnum og á honum birtist útsýni bakkmyndavélar ef sett er í bakkgír. Hitastýrð miðstöð er vel þegin breyting á bílnum. Mælaborðið er einfalt en skiljanlegt og allt til staðar sem þarf. Allar mögulegar tengingar eru í bílnum og ekki er ónýtt að geta stýrt lagavali gegnum iPhone. Það eina sem hægt er að setja út á innréttinguna er notkun á því er virðist ódýrari gerð plasts, sem setur hann aðeins niður í samanburði við margan annan nýjan bílinn í dag. Allt er þetta þó greinilega vel smíðað eins og við mátti búast hjá Honda. Í bílinn má fá radartengdan skriðstilli, akreinaaðstoð og árekstrarviðvörunarkerfi, en fjarlægðarkynjarar framan og aftan er staðalbúnaður. Kostar frá 6,0 til 7,9 milljónum Fá má CR-V með 2,0 lítra og 150 hestafla bensínvél eða 2,2 lítra og 155 hestafla dísilvél. Báðar eru þær þýðgengar og öflugar vélar en eyðslan með dísilvélinni er umtalsvert lægri. Á móti kemur að bensínbíllinn er talsvert ódýrari sem munar 900 þúsund krónum. Bensínbíllin má aðeins fá sjálfskiptan en dísilbílinn bæði bein- og sjálfskiptan. Ef keyptur er dísilbíll með beinskiptingu munar ekki nema 100 þúsund krónum á honum og bensínbílnum. Eyðsla beinskipts bíls er að auki einum lítra minni í blönduðum akstri, ekki nem 5,6 lítrar á hundraðið. Geri aðrir jepplingar betur. Ódýrast bíllinn er sjálfskiptur bensínbíll á 5.990.000 kr. Dýrasta útgáfa hans er sjálfskiptur dísilbíll í Executive útgáfu, á 7.890.000 kr. Akstur Honda CR-V er einkar ljúfur, fjöðrun til fyrirmyndar og bíllinn er allur stífur og góður. Ekki ber mikið á hliðarhalla er lagt er á hann, stöðugleiki á vegi veitir fína öryggistilfinningu. Það sem helst má setja út á aksturánægjuna er ný rafræn stýring sem stelur aðeins tilfinningu fyrir vegi og minnkar skemmtanagildið við aksturinn. Þegar allt er tekið saman er Honda CR-V ferlega fínn bíll sem skorar hátt á flestum sviðum. Hann hefur ávallt verið góð kaup og búast má við að hann endist gríðarlega vel eins og forverar hans. Endursöluverð er alltof gott á þessum bíl og oftar en ekki er slegist um þá, þá sjaldan að fólk vill selja þá. Hann er á fínu verði sem fyrr og ætti sem áður að seljast vel hér, enda heppilegur við íslenskar aðstæður. Kostir Frábært rými Góð tilfinning fyrir smíðagæðum Mikið útsýni úr bílnum Gallar Full einföld innrétting og notkun ódýrs plasts Rafræn stýring dregur úr tilfinningu í akstri

Veittist að eiganda netkaffis og hótaði honum lífláti

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa veist að eiganda netkaffihúss þann 30. desember síðastliðinn, hótað honum lífláti og ofbeldi og krafið hann um 5000 krónur. Hann hafi því næst tekið slökkvitæki og haldið því á lofti og ógnað honum og starfsmanni staðarins.

Í gæsluvarðhaldi til fimmtudags vegna Skagastrandarárásar

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað um gæsluvarðhald yfir tveimur ungum mönnum sem réðust inn til afa annars þeirra á Skagaströnd á sunnudag og gengu í skrokk á honum. Þeir verða í varðhaldi til fimmtudags og féllst dómari því ekki á kröfu lögreglunnar um vikulangt varðhald yfir þeim.

FBI tók piltinn með sér til Washington

Maðurinn sem FBI yfirheyrði var fluttur af landi brott eftir að innanríkisráðuneytið tjáði fulltrúum alríkislögreglunnar um að þeir væru ekki velkomnir hér á landi. Hann var svo yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar í Washington samkvæmt heimildum Vísis.

Draumasamkoma mótorhjólamannsins

Daytona Bikeweek er 10 daga samkoma mótorhjólaáhugamanna sem haldin var fyrst árið 1937 á Daytona Beach í Florida. Hafsteinn Emilsson er öllum hnútum kunnugur í Daytona enda hefur hann ekki misst af Bikeweek frá 1996 og er því að fara núna í 18. skiptið í röð. Hafsteinn segir að þessar ferðir hafi verið mjög vinsælar hjá Íslendingum og þeir hafa fjölmennt þangað í áraröð. Fjöldinn er æði misjafn, allt frá 12 og uppí 45 manns, en í fyrra voru þeir 28 talsins og það stefnir í svipaðan fjölda í ár. Þátttakendur eru konur jafnt sem kallar og á aldrinum frá 18 til 82 ára, en allir með sama áhugamálið, mótorhjól. Þátttakendur hafa bæði valið sér að fara á eigin vegum eða nýta sér skipulagða ferð þar sem flugið, gistingin og farastjórn er innifalin og eru þeir reyndar fleiri. Síðustu 10 árin hefur Icelandair boðið upp á sérferðir á Daytona Bikeweek undir fararstjórn Hafsteins. Eftir Bikeweek dagana efnir Hafsteinn ávallt til tveggja daga hjólaferðar um Florída á Harley Davidson hjólum og er þá farið mest um sveitir í miðfylkinu þar sem umferð er lítil og fallegir smábæir. Þá er íslenski fáninn alltaf á hjólunum og það hefur oft komið fyrir að við erum stoppuð af Íslendingum sem búsettir eru í Flórída eða fyrrverandi hermönnum sem voru á Íslandi sem spyrja okkur hvort við séum frá Keflavík, eða Reykjavík. Þeir vilja síðan allt fyrir okkur gera. Daytona Bikeweek er ein stærstu mótorhjólasamkomu og sýning á heimsvísu, eins og allt sem amerískt er. Á Bikeweek koma saman um sex hundruð þúsund mótorhjólaáhugamenn árlega. Hver sá sem framleiðir eitthvað tengt mótorhjólum, lætur sig ekki vanta með sýningarbás þar, hvort sem um er að ræða mótorhjól, aukahluti fyrir mótorhjól, mótorhjólafatnað, smurolíur, hnakka, spegla, gleraugu eða hvers konar fylgihluti. Allar tegundir af hjólum er að finna til sýnis og sölu, torfæruhjól, þríhjól, hippahjól og kappaksturshjól. Í fyrra keyptu tveir Íslendingar mótorhjól á sýningunni, svo ferðin er stundum ekki bara farin til að svala forvitninni, heldur með kaup í huga. Daytona er álíka fjölmenn og Reykjavík og í annarri viku marsmánaðar ár hvert fyllist bærinn af mótorhjólum og hjólafólki. Vinsælt er t.d að rölta niður aðalgötu bæjarins, "Main Street“ þar sem sölubásar eru við hvert fótmál og sýningar á hverju götuhorni. Síðustu ár hefur ásókn seljenda verið svo mikil að sýningar og sölubásar hafa verið settir upp í nærliggandi bæjum eins og Ormond Beach. Þar er líka að finna mótorhjólaverslunina Bruce Rossmeyer Harley Davidson sem er stærsta Harley verslun og umboð í heimi. J & P eru þar við hliðina er með alla hugsanlega aukahluti fyrir mótorhjól og allan hlífðarfatnað. Það er einnig keppt á mótorhjólum í Daytona og ýmsar keppnir fara fram þá 10 daga sem Bikeweek stendur yfir. Eru þær flestar haldnar á International Speedway kappakstursbrautinni í Daytona. Þar má sjá Motorcross og Super Race keppnir flesta daga. Við Speedway er stór markaður með notuð hjól og varahluti í gömul hjól. Þar er bæði gaman og fróðlegt að skoða og tala við þá sem þar eru með sölubása. Hafsteinn segir að enn séu laus sæti í ferðina á Daytona Bikeweek, sem er 8 daga ferð og kostar 153 þúsund krónur með öllu

Baráttan á Landspítalanum - "Maður er bara hissa"

"Ég vil ekki segja vonbrigði, en maður er bara hissa ef eitthvað er,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Um 91 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu stofnanasamning sem kynntur var á Grand Hóteli í gærkvöldi.

Börnin þéna vel á síldarævintýrinu í Kolgrafafirði

Sannkallað síldarævintýri hefur ríkt í fjörunum við Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi í allan morgun, þar sem að minnstakosti 50 ungmenni úr Grundarfirði keppast við að tína dauða síld upp í kör, sem síðan verða flutt til Sandgerðis, þar sem síldinni verður breytt í loðdýrafóður til útflutnings.

Sjá næstu 50 fréttir